Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 20. apríl, sem jafnframt er síðasti vetrardagur og upphafsdagur viku bókarinnar í ár. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, fyrir bók frumsamda á íslensku, fyrir þýðingu og loks myndskreytingu. Verðlaunabækurnar eru fjórar í ár þar sem tvær bækur hlutu verðlaunin í flokki þýðinga. Ragnhildur Hólmgeirsdóttur hlaut verðlaunin […]

Bókaverðlaun barnanna

Bókaverðlaun barnanna voru veitt við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta í Borgarbókasafninu í Grófinni. Frá árinu 2002 hafa almennings- og skólabókasöfn landsins verðlaunað tvær nýjar bækur, eina íslenska og aðra þýdda. Börn og unglingar velja uppáhaldsbækurnar sínar og fer valið fram á heimasíðu Borgarbókasafns og í grunnskólum og bókasöfnum um allt land. Bókin Mamma Klikk […]

Íslensku þýðingaverðlaunin

Á Degi bókarinnar voru Íslensku þýðingaverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. Brynja Cortes Andrésdóttir hlaut verðlaunin fyrir þýðingu sína á verki Italo Calvino, Ef að vetrarnóttu ferðalangur, sem forlagið Ugla gefur út.

Aðalfundur RSÍ á fimmtudaginn

  Aðalfundur RSÍ 2016 verður haldinn í Gunnarshúsi fimmtudaginn 28. apríl kl. 19.30. Dagskrá: Skýrsla formanns Skýrsla gjaldkera Lýsing stjórnarkjörs Lagabreytingar Kosning í inntökunefnd Kosning félagslegra endurskoðenda Tillaga stjórnar um árgjald 2017 Endurskoðun reglna um Fjölíssjóð RSÍ Önnur mál Mætum öll!