Search
Close this search box.

Vilborg Davíðsdóttir tekur við starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist

Gudmundur Halfdanarson-Vilborg Davidsdottir-starf jonasar 2016Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur mun gegna starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist á yfirstandandi vormisseri og vinna með ritlistarnemum að ritun sögulegra skáldverka. Árið 2015 stofnaði Hugvísindasvið Háskóla Íslands til starfs sem kennt er við Jónas Hallgrímsson og er starfið ætlað rithöfundum sem taka að sér að vinna með nemum í ritlist eitt eða tvö misseri í senn. Fyrstur til að gegna starfinu var Sigurður Pálsson skáld. Á myndinni má sjá Vilborgu Davíðsdóttur og Guðmund Hálfdanarson, forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, undirrita samning um starf Jónasar Hallgrímssonar í ritlist.

 

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email