Valgarður Egilsson látinn

VEVal­g­arður Eg­ils­son, yf­ir­lækn­ir og rithöfundur er látinn 78 ára að aldri. Auk starfa að lækna­vís­ind­um var Val­g­arður skáld og rit­höf­und­ur og vann nokkuð við leiðsögn ferðafólks.
Val­g­arður var fædd­ur 20. mars 1940 á Greni­vík og ólst upp í Hlé­skóg­um í Höfðahverfi.
Hann lauk prófi í lækn­is­fræði frá Há­skóla Íslands árið 1968 og doktors­gráðu frá Lund­úna­há­skóla tíu árum síðar.
Val­g­arður var lækn­ir hér heima að námi loknu og var síðan við rann­sókn­ar­störf í frumu­líf­fræði og krabba­meins­fræðum við rann­sókn­ar­stofn­an­ir og lækna­skóla í London. Hann hóf störf sem sér­fræðing­ur í frumu­m­eina­fræði á Rann­sókna­stofu Há­skól­ans í meina­fræði á ár­inu 1979 og var yf­ir­lækn­ir frá 1997 til starfs­loka, 2010. Hann var út­nefnd­ur klín­ísk­ur pró­fess­or við lækna­deild HÍ árið 2004.
Val­g­arður var virk­ur í fé­lags­mál­um á ýms­um áhuga­sviðum, meðal ann­ars formaður Lista­hátíðar í Reykja­vík og vara­for­seti Ferðafé­lags Íslands. Hann sinnti leiðsögn ferðamanna og skrifaði grein­ar í Árbæk­ur Ferðafé­lags­ins.
Eft­ir hann liggja skrif á fræðasviði auk þess sem hann gaf út bæk­ur með leik­rit­um, ljóðum, sög­um og upp­lýs­ing­um fyr­ir ferðafólk. Leik­ritið Dags hríðar spor var frum­sýnt í Þjóðleik­hús­inu leik­árið 1980-81 og síðar sýnt í Belfast á Norður-Írlandi. Síðasta bók hans, Ærsl, kom út á síðasta ári.

Ritrhöfundasamband Íslands þakkar Valgarði samfylgdina og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email