Search
Close this search box.

Tilnefningar til Maístjörnunnar

Arndís Lóa Magnúsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Lárusdóttir, Gyrðir Elíasson og Halla Þórlaug Óskarsdóttir.

Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns verða veitt í fimmta sinn í maí.

Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2020 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag.

Tilnefndar bækur eru:

Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Útgefandi: Una útgáfuhús.

Draumstol eftir Gyrði Elíasson. Útgefandi: Dimma.

Þagnarbindindi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur. Útgefandi: Benedikt.

Kyrralífsmyndir eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Útgefandi: Mál og menning.

1900 og eitthvað eftir Ragnheiði Lárusdóttur. Útgefandi: Bjartur.

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2020 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Sverrir Norland fyrir hönd Rithöfundasambandsins og María Logn Kristínardóttir Ólafsdóttir fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 18. maí. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur. 

Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að vekja sérstaka athygli á blómlegri ljóðabókaútgáfu á Íslandi.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email