Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Ísnálarinnar 2022. Tilnefndir höfundar eru:
Ingunn Snædal fyrir þýðingu sína Þögla ekkjan, útgefandi: Bjartur
Ísak Harðarson fyrir þýðingu sína Spegilmenni, útgefandi: JPV
Árni Óskarsson fyrir þýðingu sína Örvænting, útgefandi: Bókaútgáfa Sæmundar
Jón Hallur Stefánsson fyrir þýðingu sína Dauðahliðið, útgefandi: JPV
Bjarni Jónsson fyrir þýðingu sína Kalmann, útgefandi: MM
Verðlaunin eru veitt fyrir best þýddu glæpasöguna sem gefin var út árið 2021 og verða afhent þann 13. júní nk. Ísnálin er samstarfsverkefni Bandalags þýðenda og túlka, Hins íslenska glæpafélags og Þýðingaseturs Háskóla Íslands.
Dómnefndina skipa: Kristín Vilhjálmsdóttir fyrir hönd Bandalags þýðenda og túlka sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Áslaug Guðrúnardóttir fyrir hönd Þýðingaseturs Íslands og Ingvi Þór Kormáksson fyrir hönd Hins íslenska glæpafélags.
Rithöfundasamband Íslands óskar tilnefndum þýðendum til lukku með tilnefningarnar!