Search
Close this search box.

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2016

 

Barnabókaverðlaun Reykjavíkur
Tilnefndir rithöfundar, þýðendur og myndhöfundar. Mynd fengin af bokmenntaborgin.is.

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2016 voru tilkynntar í Gerðubergi 12. mars sl. Tilnefnt er í þremur flokkum: fyrir skáldrit á íslensku, þýðingar og myndskreytingar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki fyrir sig en bækurnar sem eru tilnefndar í ár eru þrettán talsins þar sem tvær eru tilnefndar í tveimur flokkum. Þær eru hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni er, sem er bæði tilnefnt í flokki frumsaminna bóka og í flokki myndskreytinga, og bókin Ugla & Fóa og maður­inn sem fór í hund­ana, sem einnig er tilnefnd í áðurnefndum tveimur flokkum. Verðlaunin verða afhent 20. apríl næstkomandi.

TILNEFNINGAR

SKÁLDRIT Á ÍSLENSKU:

Eitt­hvað illt á leiðinni er – Hryll­ings­sög­ur barna af frí­stunda­heim­il­um Kamps. Ritstjóri Markús Már Efraím.Höfundar sagnanna eru Amelía Eyfjörð Bergsteinsdóttir, Ana Kokotovic, Bernardo Tino Neri Haensel, Erlen Isabella Einarsdóttir, Freyja Gyðudóttir Gunnarsdóttir, Gunnlaugur Jón Briem, Hrafn Sverrisson, Hrafnhildur Oddgeirsdóttir, Iðunn Gróa Sighvatsdóttir, Marta Björg Björnsdóttir, Matthea Júlíusdóttir, Ólína Stefánsdóttir, Ronja Björk Bjarnadóttir, Sara Hjördís Guðnadóttir, Steinunn Margrét Herbertsdóttir, Svanhildur Dóra Haraldsdóttir, Tinna Tynes, Úlfur Bjarni Tulinius og Víkingur Breki Sigurðarson.

Kop­ar­borg­in eft­ir Ragn­hildi Hólm­geirs­dótt­ur.

Mamma klikk! eft­ir Gunn­ar Helga­son.

Vetr­ar­frí eft­ir Hildi Knúts­dótt­ur.

Ugla & Fóa og maður­inn sem fór í hund­ana eft­ir Ólaf Hauk Sím­on­ar­son.

ÞÝÐINGAR:

Brún­ar eftir norska höfundinn Håkon Övreås. Gerður Krist­ný þýddi.

Hvít sem mjöll eftir finnska höfundinn Salla Simukka. Erla E. Völu­dótt­ir þýddi.

Bæk­urn­ar Skugga­hliðin og Villta hliðin eftir breska höfundinn Sally Green. Salka Guðmunds­dótt­ir þýddi.

Sög­ur úr nor­rænni goðafræði. Bjarki Karls­son þýddi.

Vi­olet og Finch eftir bandaríska höfundinn Jennifer Niven. Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magna­dótt­ir þýddu.

MYNDSKREYTINGAR:

Af hverju eru jökl­ar og ís á jörðinni? Myndskreyt­ingar eft­ir Þór­ar­inn Má Bald­urs­son.

Eitt­hvað illt á leiðinni er. Mynd­rit­stjóri Inga María Brynj­ars­dótt­ir. Mynskreytingar eru eftir Erlu Maríu Árnadóttur, Fanney Sizemore, Ingu Maríu Brynjarsdóttur, Lindu Ólafsdóttur, Sigmund Breiðfjörð, Sigrúnu Eldjárn, Steinþór Rafn Matthíasson og Þórey Mjallhvíti.

Skín­andi. Höf­und­ur og myndskreyt­ir Birta Þrast­ar­dótt­ir.

Ugla & Fóa og maður­inn sem fór í hund­ana. Myndskreyt­ir Linda Ólafs­dótt­ir.

Viltu vera vin­ur minn? Höf­und­ur og myndskreyt­ir Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir.

Dóm­nefnd skipa þau Bryn­hildur Björns­dótt­ir, Davíð Stef­áns­son, Gunn­ar Björn Mel­sted, Krist­ín Arn­gríms­dótt­ir og Jóna Björg Sætr­an.

Hér má lesa meira um verðlaunin.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email