Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2016

 

Barnabókaverðlaun Reykjavíkur

Tilnefndir rithöfundar, þýðendur og myndhöfundar. Mynd fengin af bokmenntaborgin.is.

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2016 voru tilkynntar í Gerðubergi 12. mars sl. Tilnefnt er í þremur flokkum: fyrir skáldrit á íslensku, þýðingar og myndskreytingar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki fyrir sig en bækurnar sem eru tilnefndar í ár eru þrettán talsins þar sem tvær eru tilnefndar í tveimur flokkum. Þær eru hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni er, sem er bæði tilnefnt í flokki frumsaminna bóka og í flokki myndskreytinga, og bókin Ugla & Fóa og maður­inn sem fór í hund­ana, sem einnig er tilnefnd í áðurnefndum tveimur flokkum. Verðlaunin verða afhent 20. apríl næstkomandi.

Continue reading