Search
Close this search box.

Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022

13 norrænar myndabækur, unglingabækur og ljóðabækur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs 2022. Ærslafull frásagnargleði, sérstæð kímni og angurværð skína í gegn í hinum tilnefndu bókum, þar sem fjölbreyttir möguleikar myndabókaformsins eru áberandi. Verðlaunin verða afhent í Helsinki þann 1. nóvember.

Bækurnar sem tilnefndar eru í ár fjalla meðal annars um erfið viðfangsefni á borð við fordóma og uppreisn æru og leiða okkur í gegnum stríð og hryðjuverkaárásir áleiðis að von og gagnkvæmum skilningi. Einnig er fjallað um kynhlutverk, sjálfsmynd og uppruna út frá rökvísi barna – og ævaforn kálfskinnshandrit öðlast nýtt líf. Að auki er náttúru, vistfræði og óvissu og ringulreið ástarinnar lýst á þeysispretti.

Tvær íslenskar bækur eru tilnefndar:

Bál Tímans – Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár eftir Arndís Þórarinsdóttur. Myndir eftir Sigmund B. Þorgeirsson. Útgefandi: Mál og menning, 2021.

Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja eftir Gunnar Helgason. Myndir eftir Rán Flygenring. Útgefandi: Mál og menning, 2021.

Hér má sjá lista yfir allar tilnefndar bækur.

Rithöfundasamband Íslands óskar höfundum til hamingju með tilnefningarnar!

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email