Search
Close this search box.

Tilnefningar Hagþenkis 2021

Tilnefningar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna, fyr­ir út­gáfu­árið 2021 voru tilkynntar þann 9. febrúar. Viður­kenn­ing Hagþenk­is verður veitt við hátíðlega at­höfn um miðjan mars og felst í sér­stöku viður­kenn­ing­ar­skjali og 1.250.000 krón­um.

Eft­ir­far­andi höf­und­ar og bæk­ur eru til­nefndar:

Aðal­björg Stef­an­ía Helga­dótt­ir. Sam­fé­lags­hjúkr­un. Iðnú út­gáfa. „Þarft kennslu­rit um sam­fé­lags­lega brýn mál­efni sem hef­ur víða skír­skot­un og nýt­ist bæði skóla­fólki og al­menn­ingi.“


Aðal­heiður Guðmunds­dótt­ir. Arf­ur ald­anna. I Hand­an hind­ar­fjalls. II Norðveg­ur. Há­skóla­út­gáf­an. „Vandað og yf­ir­grips­mikið rit sem opn­ar heill­andi baksvið forn­ald­ar­sagna fyr­ir les­end­um.“


Anna Dröfn Ágústs­dótt­ir og Guðni Val­berg. Lauga­veg­ur. Ang­ú­stúra. „Með göngu upp Lauga­veg­inn fá les­end­ur nýja sýn á sögu og þróun hús­anna við þessa aðal­götu bæj­ar­ins, versl­un og mann­líf.“


Arnþór Gunn­ars­son. Hæstirétt­ur í hundrað ár. Saga. Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag. „Verðugt af­mæl­is­rit sem gref­ur upp for­vitni­leg­ar og oft óvænt­ar hliðar á sögu æðsta dóm­stóls sjálf­stæðs Íslands.“


Auður Aðal­steins­dótt­ir. Því­lík­ar ófreskj­ur. Vald og virkni rit­dóma á ís­lensku bók­mennta­sviði. Sæmund­ur. „Brautryðjanda­verk þar sem fjallað er um þróun bók­menntaum­fjöll­un­ar á Íslandi með hliðsjón af alþjóðleg­um straum­um.“


Guðrún Ása Gríms­dótt­ir (út­gef­andi). Sturlunga saga eða Íslend­inga sag­an mikla I-III. Hið ís­lenzka forn­rita­fé­lag. „Úrvals texta­út­gáfa með grein­argóðum inn­gangi um rann­sókn­ir á Sturlungu og um­gjörð henn­ar. Les­end­ur fá góða inn­sýn í ófriðar­tíma 13. ald­ar.“


Kristjana Krist­ins­dótt­ir. Lénið Ísland. Valds­menn á Bessa­stöðum og skjala­safn þeirra á 16. og 17. öld. Þjóðskjala­safn Íslands. „Vandað og ít­ar­legt verk um stöðu Íslands sem léns í danska kon­ungs­rík­inu, byggt á um­fangs­mik­illi rann­sókn á frum­heim­ild­um.“


Mar­grét Tryggva­dótt­ir og Linda Ólafs­dótt­ir. Reykja­vík barn­anna. Tímaflakk um höfuðborg­ina okk­ar. Iðunn. „Fjör­leg og fal­leg bók fyr­ir alla ald­urs­hópa um líf og starf í Reykja­vík fyrr og nú.“


Már Jóns­son (rit­stjóri). Gald­ur og guðlast á 17. öld. Dóm­ar og bréf I-II. Sögu­fé­lag. „Rit sem opn­ar greiða leið að frum­heim­ild­um um galdra­mál og veit­ir jafn­framt góða yf­ir­sýn yfir fram­andlegt tíma­bil sög­unn­ar.“


Þórður Krist­ins­son og Björk Þor­geirs­dótt­ir. Kynja­fræði fyr­ir byrj­end­ur. Mál og menn­ing. „Vel unnið og vekj­andi kennslu­efni sem ger­ir nýrri náms­grein góð skil og teng­ir sam­an sögu­leg­ar for­send­ur og sam­tímaum­ræðu.“

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email