Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Ljóðstafur Jóns úr Vör 2018

ljodstafur2018_1

Frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Henrik Hermannsson sigurvegari í ljóðakeppni grunnskólanna 2018, Ásdís Óladóttir í dómnefnd, Sindri Freysson handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör 2018, Anton Helgi Jónsson formaður dómnefndar, Karen E. Halldórsdóttir formaður Lista- og menningarráðs og Bjarni Bjarnason sem einnig er í dómefnd ljóðakeppnanna.

Sindri Freysson fékk afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli á Ljóðahátíð Kópavogs 21. janúar.

Kínversk stúlka les uppi á jökli

Í þessu landi

leynast engir brautarpallar

með þokuskuggum að bíða tvífara sinna

Engar mystískar næturlestir

sniglast gegnum myrkrið á hraða draumsins

Engir stálteinar syngja

fjarskanum saknaðaróð

 

Í þessu landi

situr rúta föst á jökli

Hrímgaðar rúður

Framljósaskíma að slokkna

Frosin hjól að sökkva

Andgufa sofandi farþega

setur upp draugaleikrit

 

Og á aftasta bekk

les kínversk stúlka

um lestargöng sem opnast og lokast

einsog svart blóm

 

Alls bárust 278 ljóð í keppnina að þessu sinni. Í öðru sæti var Hrafnhildur Þórhallsdóttir með ljóð sitt Elegía en Valgerður Benediktsdóttir hlaut þriðja sætið fyrir ljóðið Íshvarf. Þá fengu átta ljóð viðurkenningar.

Lesa meira


Enginn hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör

JonurVor

Upp­lýst var á ljóðahátíðinni í Kópavogi í gær að eng­inn hlyti ljóðstaf Jóns úr Vör að þessu sinni, en þetta er í annað sinn í fjór­tán ára sögu ljóðasam­keppn­inn­ar sem dóm­nefnd ákveður að ekk­ert inn­sendra ljóða hljóti fyrstu verðlaun en þau voru um 180. Í rök­stuðningi dóm­nefnd­ar, sem skipuð er þeim Gunnþór­unni Guðmunds­dótt­ur, pró­fess­or í al­mennri bók­mennta­fræði, og Sindra Freys­syni, skáldi og rit­höf­undi, seg­ir m.a.: „Dóm­nefnd hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu eft­ir mikla yf­ir­legu að meðal inn­sendra ljóða í ár, sem voru mun færri en á liðnum árum, væri ekki að finna ljóð að gæðum sam­bæri­leg­um þeim sem hafa áður unnið þessa keppni. Dóm­nefnd­in legg­ur því til við Kópa­vogs­bæ að Ljóðstaf­ur Jóns úr Vör verður ekki veitt­ur í ár, í stað þess legg­ist verðlauna­féð í ár við verðlaun næsta árs og megi því bú­ast við öfl­ugri þátt­töku þá.“