Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Sögusteinninn og Bókaverðlaun barnanna

Guðrún Helgadóttir

Guðrún Helgadóttir

Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY á Íslandi, fyrir æviframlag sitt í þágu barnamenningar á Íslandi á verðlaunahátíðin SÖGUM sem fór fram í fyrsta sinn í Eldborgarsal Hörpu þann 22. apríl sl. Börn á aldrinum 6-12 ára gátu kosið um það besta á sviði bókmennta, sjónvarps, tónlistar og leikhúss. Amma best eftir Gunnar Helgason hlaut Bókaverðlaun barnanna sem besta frumsamda bókin og Dagbók Kidda klaufa – furðulegt ferðalag eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar var kosin besta þýdda bókin. Blái hnötturinn byggt á bók eftir Andra Snæ Magnason var valinn besta leiksýningin og börnin í Bláa hnettinum voru kosin bestu leikarar og leikkonur ársins.

Rithöfundasamband Íslands óskar Guðrúnu, Gunnari, Helga og Andra Snæ innilega til hamingju með viðurkenningarnar!


SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna

sögur

Skemmtilegasta verðlaunahátíð landsins verður haldin í Hörpu á lokadegi barnamenningarhátíðar!

SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna fer fram í Eldborg sunnudaginn 22. apríl kl. 19.30. Á þessum stórviðburði í anda Kids’ Choice Awards verðlauna íslensk börn allt það sem þeim finnst standa upp úr í menningarlífinu. Þetta er verðlaunahátíð eins og börn vilja sjá hana, fyndin og fjörug – og langar ræður eru stranglega bannaðar.

Verðlaun verða veitt fyrir tónlist, leiklist, sjónvarp og síðast en ekki síst barnabókmenntir. Krakkar á aldrinum 6-12 ára um allt land hafa kosið sitt uppáhald og þau ráða! Á hátíðinni verður einnig afhentur Sögusteinninn, heiðursverðlaun IBBY, auk þess sem ungir rithöfundar, leikskáld og kvikmyndagerðarmenn hljóta verðlaun.

SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Að henni standa SÖGUR – samtök um barnamenningu í samstarfi við KrakkaRÚV, Barnamenningarhátíð, Borgarbókasafnið, Borgarleikhúsið, IBBY á Íslandi, SÍUNG, Menntamálastofnun, Miðstöð skólaþróunar við HA, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.

Frítt er inn á hátíðina og hvetjum við alla til að tryggja sér miða inni á harpa.is. Verkefnið er hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands.

1918