Search
Close this search box.

Skáld í skólum 2019

Skáld í skólum – Bókmenntadagskrár til flutnings í grunnskólum og leikskólum

Á hverju hausti býður Höfundamiðstöð RSÍ grunnskólum um land allt upp á bókmenntadagskrár undir nafninu Skáld í skólum þar sem höfundar heimsækja skólana til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi. Dagskrárnar í Skáld í skólum eru metnaðarfullar og fræðandi, höfundar koma í heimsókn til að tala um bækur og lestur, sköpun og skrif, ævintýri sögupersóna jafnt sem skapara þeirra og síðast en ekki síst til að smita nemendur af ólæknandi lestrar- og sköpunargleði.

Haustið 2019 fara sex skáld frá Höfundamiðstöð RSÍ í ævintýraleiðangur með nemendum og kennurum um undraheima bókmennta, þau gera tilraunir til að búa til vísindatrylli, uppgötva leynistaði þar sem maður getur verið maður sjálfur og þefa uppi kynngimagnaðar bækur sem geta breytt heiminum til hins betra.

Skáld í skólum er á sínu 14. starfsári og hefur fyrir löngu sannað sig sem ómissandi þáttur í kynningu nútímabókmennta í grunnskólum landsins, en hátt í 70 mismunandi dagskár hafa orðið til innan vébanda verkefnisins frá því það hóf fyrst göngu sína 2006.

Í ár fara einnig tvö skáld á vegum Höfundamiðstöðvar RSÍ í ævintýraleiðangur um leikskóla. Það er fagnaðarefni að Höfundamiðstöð geti boðið fyrsta skólastiginu vandaða og líflega bókmenntadagskrá, rétt eins og grunnskólunum.

Dagskrár 2019 

SKÁLD Í SKÓLUM – Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU | 2019

SKÁLD Í SKÓLUM – UM LANDIÐ ALLT | 2019

SKÁLD Í LEIKSKÓLUM | 2019

Verð kr. 40.000.
Upplýsingar og pantanir í síma 568 3190
tinna@rsi.gagnaver.is

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email