Opið fyrir umsóknir um starfsstyrk úr Höfundasjóði RSÍ

Rithöfundasamband Íslands veitir starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Rétt til að sækja um starfsstyrk úr Höfundasjóði RSÍ hafa starfandi rithöfundar óháð félagsaðild í RSÍ, þ.e. barnabókahöfundar, handritshöfundar, leikskáld, ljóðskáld, skáldsagna- og smásagnahöfundar, unglingabókahöfundar, þýðendur, ævisagnahöfundar og aðrir rithöfundar. Ath! Höfundar geta ekki sótt um starfsstyrk úr Höfundasjóði RSÍ vegna fræðirita eða kennslugagna, sjá reglur.

Mikilvægt er að umsækjandi kynni sér reglur um styrkveitingu úr Höfundasjóði RSÍ og uppfylli þær kvaðir sem þar er kveðið á um. Öll fylgigögn, sbr. sýnishorn úr handriti, ferilskrá eða afrit af samningi við útgefanda, eru send sér á netfangið umsoknir@rsi.is. Sýnishorn af handriti getur t.a.m. verið 10-20 bls. grind eða annað sem gefur góða mynd af verkinu. Mælt er með að senda öll skjöl á pdf-formi.

Til úthlutunar eru 2.100.000 kr. Veittir verða allt að sex styrkir að upphæð 350.000 kr. hver.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 15. maí 2023.

Umsóknareyðublað má finna hér.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email