Opið fyrir umsóknir – La Rochelle 2024

Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í dvalarsetrinu Centre Intermondes í La Rochelle, Frakklandi í maí 2024. Umsóknir skulu vera á ensku.

Lágmarksdvalartími er þrjár vikur. Innifalið í styrknum er dvöl, ferðastyrkur til og frá Íslandi og dagpeningar. Höfundur tekur þátt í einni vinnustofu og heldur eitt erindi meðan á dvölinni stendur.

Opið er fyrir umsóknir frá öllum félagsmönnum RSÍ. Félagar með einhverja frönskukunnáttu eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

Umsóknareyðublað má finna á heimasíðu RSÍ. Með umsóknum skal fylgja tölvupóstur með:

  • Ferilskrá höfundar (á ensku).
  • Kynningarbréf þar sem höfundur tiltekur ástæður fyrir dvölinni (á ensku).
  • Kynning á verkinu sem höfundur hyggur á að vinna að í dvöl sinni (á ensku).

Öll fylgigögn skal senda í tölvupósti á netfangið umsoknir@rsi.is.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 22. nóvember 2023.

Allar nánari upplýsingar má finna hér

SÆKJA UM

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email