Search
Close this search box.

Ólöf Eldjárn látin

Ólöf EldjárnÓlöf Eld­járn, þýðandi og rit­stjóri, lést 15. ág­úst eft­ir erfið veik­indi, 69 ára að aldri

Ólöf fædd­ist í Reykja­vík 3. júlí 1947 og ólst upp í Vest­ur­bæn­um. Hún var dótt­ir hjón­anna Kristjáns Eld­járns, þjóðminja­varðar og for­seta, og Hall­dóru Ing­ólfs­dótt­ur Eld­járn. Ólöf lauk prófi í ensku frá Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla og og starfaði lengi sem verslunarstjóri Bók­sölu stúd­enta og rit­stjóri hjá Bóka­for­lagi Máls og menn­ing­ar og Eddu út­gáfu. Frá 2007 var hún sjálf­stætt starf­andi þýðandi og yf­ir­les­ari og eftir hana liggur fjöldi þýðinga, m.a.  Purpuraliturinn (1986) e. Alice Walker, Heimur feigrar stéttar (1990) og fleiri verk eftir Nadine Gordimer, Umbreyt­ing­in (1997) eft­ir Liv Ullm­an og Kastaníugöngin (1979) eftir Deu Trier Mørch.

Ólöf vann til fjölda ára trúnaðarstörf fyrir Rithöfundasambandið og hafði verið félagslegur endurskoðandi sambandsins í tæp tuttugu ár.

Rithöfundasamband Íslands þakkar Ólöfu Eldjárn samfylgdina og sendir fjölskyldu hennar samúðarkveðjur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email