Menningarverðlaun DV voru afhent í 37. sinn 9. mars sl. við hátíðlega athöfn í Iðnó. Verðlaunin voru ahent í níu flokkum og meðal verðlaunahafa voru Linda Vilhjálmsdóttir sem hlaut verðlaun í flokki bókmennta fyrir ljóðabókina Frelsi og Þórunn Sigurðardóttir sem fékk verðlaun í flokki fræða fyrir ritið Heiður og huggun – erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld. Þorsteinn frá Hamri hlaut sérstök heiðursverðlaun veitt af forseta Íslands.
Hér má lesa frétt DV um verðlaunin.