Ljóðstafur Jóns úr Vör

Björk Þorgrímsdóttir, skáld, hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Augasteinn en afhending fór fram við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi þann 21. janúar sl.

Alls bárust tvö hundruð þrjátíu og tvö ljóð í keppnina sem var haldin í átjánda sinn. Freyja Þórsdóttir var í öðru sæti og Elísabet Kristín Jökulsdóttir í því þriðja.


Einnig voru afhent verðlaun í grunnskólakeppni en þar var Ingimar Örn Hammer Haraldsson nemandi í sjöunda bekk Álfhólsskóla hlutskarpastur fyrir ljóðið Svarthol.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email