Search
Close this search box.

Látnir félagar

holliDr. Þor­varður Helga­son, rit­höf­und­ur og leik­hús­gagn­rýn­andi fædd­ist í Reykja­vík 18. maí 1930. Hann lést 7. desember s.l. Þorvarður var stofnfélagi í Rithöfundasambandi Íslands.
Þor­varður nam leik­hús­fræði, frönsku og leik­stjórn er­lend­is og tók loka­próf í leik­stjórn 1958, Hann stofnaði ásamt öðrum leik­fé­lagið Grímu og leik­stýrði þar. Þorvarður út­skrifaðist sem doktor í leikhúsfræðum frá Uni­versität Wien 1970.

Árið 1970 kom hann til starfa hjá Morg­un­blaðinu og var þar leik­hús­gagn­rýn­andi blaðsins í all­mörg ár. Sama ár hóf hann einnig kennslu við Mennta­skól­ann við Hamra­hlíð, og kenndi hann þar einkum þýsku en einnig áfanga sem tengd­ust leik­húsi og leik­list og setti jafn­framt upp nokk­ur leik­rit. Þá kenndi hann til­von­andi leik­ur­um leik­list­ar­sögu um ára­bil.

Fyrsta skáld­saga Þor­varðar, Eft­ir­leit, kom út árið 1970, fleiri skáld­sög­ur fylgdu í kjöl­farið. Hann ritaði fjölda leik­rita og einþátt­unga fyr­ir út­varp, sjón­varp og svið og þýddi leik­rit og skáld­verk.


vigfus-geirdalVigfús Geirdal sagnfræðingur og þýðandi fæddist í Reykjavík 24. janúar 1948. Hann lést 14. desember s.l.

Vigfús lauk BA-prófi í íslensku og sögu og seinna kennararéttindanámi frá Háskóla Íslands Einnig nam hann sagnfræði við Háskólann í Manitoba, Kanada, og síðar Svíþjóð þar sem hann lauk MA-prófi.

Vigfús þýddi átta bækur metsöluhöfundarins Henning Mankell úr sænsku á árunum 1998 til 2007. Á seinni árum vann hann að útgáfu á dagbókum afa síns og nafna, Vigfúsar Grænlandsfara.


stefansStefán Sigurkarlsson lyfjafræðingur og rithöfundur fæddist í Reykjavík 12. júlí 1930. Hann lést 17. desember s.l.

Stefán var lyfjafræðingur að mennt og lauk prófi frá Danmarks Farmaceutiske Höjskole 1957. Hann vann sem apótekari þar til hann fór á eftirlaun.

Stefán stundaði ritstörf og gaf út þrjár ljóðabækur. Einnig smásögusöfnin Hólmanespistla og Raddir frá Hólmanesi, og skáldsöguna, Handan við Regnbogann.


Rithöfundasamband Íslands þakkar Þorvarði, Vigfúsi og Stefáni samfylgdina og sendir fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email