Search
Close this search box.

Látnir félagar

Dr. Þor­varður Helga­son, rit­höf­und­ur og leik­hús­gagn­rýn­andi fædd­ist í Reykja­vík 18. maí 1930. Hann lést 7. desember s.l. Þorvarður var stofnfélagi í Rithöfundasambandi Íslands. Þor­varður nam leik­hús­fræði, frönsku og leik­stjórn er­lend­is og tók loka­próf í leik­stjórn 1958, Hann stofnaði ásamt öðrum leik­fé­lagið Grímu og leik­stýrði þar. Þorvarður út­skrifaðist sem doktor í leikhúsfræðum frá Uni­versität Wien 1970. […]

Sigurður Pálsson hlýtur fálkaorðuna

Forseti Íslands veitti fálkaorðuna við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag 2017. Meðal þeirra tólf Íslendinga sem sæmdir voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu var Sigurður Pálsson ljóðskáld. Rithöfundasamband Íslands óskar Sigurði innilega til hamingju. Hér má sjá lista yfir hina nýja fálkaorðuhafa.