Search
Close this search box.

Ísnálin 2019

Sjöunda september, var Ísnálin 2019 afhent í Borgarbókasafninu, en hún er veitt fyrir bestu þýðingu á glæpasögu. Friðrik Rafnsson hlaut verðlaunin að þessu sinni, fyrir þýðingu sína „Þrír dagar og eitt líf“ eftir Pierre Lemaitre (Útgefandi: JPV útgáfa).

Auk Bandalags þýðenda og túlka standa Hið íslenska glæpafélag og Þýðingasetur Háskóla Íslands að verðlaununum.

Tilnefnd auk Friðriks voru:
Einar Örn Stefánsson, fyrir þýðingu sína „Stúlkan með snjóinn í hárinu“ eftir Ninni Schulman (Ugla útgáfa)
Elín Guðmundsdóttir, fyrir þýðingu sína „Mínus átján gráður“ eftir Stefan Ahnhem (Ugla útgáfa)
Nanna B. Þórsdóttir, fyrir þýðingu sína „Líkblómið“ eftir Anne Mette Hancock (JPV útgáfa)
Þórdís Bachmann, fyrir þýðingu sína „Glerstofan“ eftir Ann Cleeves.

Við óskum tilnefndum og verðlaunahafa innilega til hamingju!

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email