Í dag afhenti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 við athöfn á Bessastöðum. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum: Einar Már Guðmundsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Hundadagar, Gunnar Helgason hlaut verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Mamma klikk og í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis var það Gunnar Þór Bjarnason sem hlaut verðlaunin fyrir bók sína Þegar siðmenningin fór fjandans til: Íslendingar og stríðið mikla 1914 – 1918.
