Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Aðventa lesin í Gunnarshúsi á sunnudag

Aðventa lesin  víða um land þann 11. desember

Síðastliðin áratug hefur Gunnarsstofnun í samvinnu við aðra staðið fyrir upplestrdownloadi á Aðventu í desember, bæði hérlendis og erlendis. Aðventa verður að þessu sinni lesin á þremur stöðum sunnudaginn 11. des. Í Reykjavík les Gunnar Helgason rithöfundur söguna í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 hjá Rithöfundasambandinu. Á Akureyri les Pétur Halldórsson fyrrum útvarpsmaður í setustofu Icelandair Hótel Akureyri og á Skriðuklaustri hljómar önnur góðkunnug útvarpsrödd en þar les Gunnar Stefánsson söguna.

Upplesturinn hefst á öllum stöðunum kl. 14.


Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015

2015

Í dag afhenti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 við athöfn á Bessastöðum. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum: Einar Már Guðmundsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna HundadagarGunnar Helgason hlaut verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Mamma klikk og í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis var það Gunnar Þór Bjarnason sem hlaut verðlaunin fyrir bók sína Þegar siðmenningin fór fjandans til: Íslendingar og stríðið mikla 1914 – 1918.