Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi nr. 6

6-höfundakvöld

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 19. nóvember kl. 20.00, fer sjötta höfundakvöld haustsins fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins við Dyngjuveg 8. Þá mun Ármann Jakobsson spjalla við skáldin Bergsvein Birgisson, Sjón og Kára Tulinius, auk þess sem höfundarnir lesa úr nýjum bókum sínum. Allir eru velkomnir meðan stólar leyfa, aðgangseyrir er 1000 krónur og veitingar innifaldar.

Bergsveinn Birgisson vakti athygli í Noregi árið 2013 fyrir fræðirit sitt um Geirmund heljarskinn sem hann ritaði á norsku og nefndi Svarta víkinginn. Í skáldsögunni sem Bergsveinn sendir nú frá sér hjá Bjarti er hins vegar loks hægt að lesa stórbrotna sögu Geirmundar sjálfs. Sjón hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 fyrir síðustu skáldsögu sína, Mánastein, en hann er ekki síður afkastamikið ljóðskáld og gefur í haust út hjá JPV ljóðabókina Gráspörvar og ígulker. Kári Tulinius hefur fengist lengi við ljóðagerð, sem og önnur skrif, en sendir nú frá sér sína fyrstu sjálfstæðu ljóðabók. Hún kallast Brot hætt frum eind og kemur út hjá Meðgönguljóðum.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email