Höfundakvöld í Gunnarshúsi miðvikudaginn 5. desember kl. 20.00

miðvikudagur

Höfundakvöld í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, miðvikudagskvöldið 5. desember kl. 20.00

Þrír höfundar leiða saman bækur sínar og úr verður fallegt eyrnakonfekt!
(Og reyndar verður líka hægt að nasla á heimagerðum kræsingum frá Lilju Katrínu!)

Bergrún Íris Sævarsdóttir mun kynna Langelstur í bekknum: Leynifélagið; og Næturdýrin. Barnabókin Langelstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur segir frá sumarfríi vinanna Eyju (7 ára) og Rögnvaldi (97 ára). Bókin er framhald af Langelstur í bekknum sem sló í gegn á síðasta ári og vakið hefur áhuga fjölda barna á yndislestri.

Lilja Katrín Gunnarsdótir mun kynna Minn sykursæti lífstíll.
Minn sykursæti lífsstíll er fyrsta bók ástríðubakarans Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, konunnar á bak við sykursætu bloggsíðuna blaka.is. Bókin er stútfull af bakstursuppskriftum og góðum ráðum fyrir þá sem vilja leyfa ímyndunaraflinu og gleði að ráða ríkjum í eldhúsinu, með tilheyrandi sykursjokki og kolvetnavímu.

Sigga Dögg kynfræðingur kynnir sína fyrstu skáldsögu; kynVeru. Sagan er brot úr dagbók Veru, táningsstúlku sem stendur á ákveðnum tímamótum og reynir að átta sig á næstu skrefum með því að rekja ákveðna atburðarás. Í því ferðalagi veltir hún fyrir sér m.a. blæðingum, ástinni, jafnrétti, losta, kynhneigð, og líkamanum. Höfundur veitir dýrmæta, og einstaka, innsýn í hugarheim unglings útfrá spurningum og umræðum sem koma upp í kynfræðslufyrirlestrum hennar um land allt.

 

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email