Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – FÍSL á föstudagskvöldi

Slide1

FÍSL, félag íslenskra skálda í Lillehammer, heldur upplestrarkvöld föstudag 10. nóvember kl. 20.00. Stofnfélagar FÍSLar, þeir Stefán Snævarr og Sveinbjörn I. Baldvinsson, auk heiðursfélagans Bubba Morthens, lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Stefán úr tilraunaskáldsögu sinni Bókasafninu, Sveinbjörn úr ljóðasafni sínu Lífdögum og Bubbi úr nýju ljóðabókinni sinni Hreistur.

Sérstakir gestir kvöldsins verða þeir Þorgrímur Kári Snævarr og Finnur Sigurjón. Þorgrímur les úr skáldsögu sinni Sköglu, Finnur flytur tónlist. Kynnir kvöldsins verður Símon Jón Jóhannsson.

Bækur höfundanna verða til sölu á vildarverði. Frítt inn og allir velkomnir!

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email