Höfundakvöld fimmtudaginn 13. desember kl. 20.00

13. des

Það er háflóð í einu besta barnabókaflóði síðustu ára. Fjórir barnabókahöfundar ætla að taka sér hlé frá atinu sem fylgir bókaútgáfu og bjóða öllu áhugafólki um barnabókmenntir til stofu í Gunnarshúsi fimmtudaginn 13. desember kl. 20:00. Þetta kvöld verða boðin grið frá jólastressi, hasar og veseni og þess í stað lagt upp með að eiga góða stund saman.

Höfundarnir sem bjóða til stofu eru eftirtaldir:

Hjalti Halldórsson (Draumurinn)
Arndís Þórarinsdóttir (Nærbuxnaverksmiðjan)
Sævar Helgi Bragason (Svarthol)
Ævar Þór Benediktsson (Þitt eigið tímaferðalag)

Heitt kaffi, piparkökur og nóg af kertaljósum og góðum sögum.