Search
Close this search box.

Heiðursfélagi og fyrsti formaður Rithöfundasambands Íslands er fallinn frá

formenn 012

Sigurður A. Magnússon rithöfundur og þýðandi er látinn 89 ára að aldri, hann lést í Reykjavík 2. apríl. Sigurður var ötull baráttumaður fyrir hagsmunum rithöfunda og leiddi sameiningu þeirra í eitt stórt og öflugt stéttarfélag. Hann var formaður Rithöfundafélags Íslands 1971 – 1972, formaður Rithöfundasambands Íslands hins fyrra 1972 – 1974 og fyrsti formaður Rithöfunda- sambands Íslands hins síðara 1974 – 1978. Íslenskir rithöfundar eiga SAM mikið að þakka.

Í stjórnartíð Sigurðar hjá RSÍ var loks gengið frá samningum við Ríkisútvarpið, fyrsti samningur við útgefendur var undirritaður í desember 1975 og skömmu síðar var í fyrsta sinn undirritaður samningur milli leikhúsanna í Reykjavík og leikritahöfunda. Á þessum tíma var líka gerður fyrsti samningur við Námsgagnastofnun. Stofnun Launasjóðs rithöfunda var síðan lögfest í árslok 1975. Verk Sigurðar í þágu menningar sjást víða og samverkamenn og þjóð eiga honum mikið að þakka. Barátta hans fyrir réttindum höfunda er undirstaða þess umhverfis sem ritlistinni er búið í dag. Okkar hlutverk er að standa vörð um þann góða grunn.

Rithöfundasambandið þakkar Sigurði samfylgdina og dýrmæta leiðsögn og sendir fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email