Search
Close this search box.

Heiðursfélagi látin

Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, er látin 86 ára að aldri. Hún lést í nótt á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Guðrún starfaði í stjórnmálum, bæði í borgarstjórn og á Alþingi, en er ekki síst minnst fyrir bækur sínar fyrir börn. Fyrsta bók hennar kom út 1974 og kynnti bræðurna Jón Odd og Jón Bjarna fyrir þjóðinni.

Bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna urðu þrjár talsins en auk þeirra má nefna bækur eins og Sitji guðs englar, Óvitar og bókina um brúðuna Pál Vilhjálmsson. Guðrún hlaut fjölda verðlauna fyrir skrif sín, allt frá því hún fékk barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir frumraun sína Jón Odd og Jón Bjarna 1975 þar til hún fékk Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY árið 2018. Í millitíðinni fékk hún Menningarverðlaun DV, bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana, bókaverðlaun barnanna, viðurkenningu rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins og Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókina Undan illgresinu. Guðrún var gerð heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands árið 2002.

Guðrún hlaut stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1992.

Rithöfundasamband Íslands þakkar Guðrúnu samfylgdina og sendir fjölskyldu hennar og vinum samúðarkveðjur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email