Gerður Krist­ný hlýtur virt norsk bók­mennta­verð­laun

Norska sendiráðið afhenti í dag Gerði Kristnýju ljóðskáldi hin virtu bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Alfred Anderson-Ryssts. Gerður hlýtur verðlaunin fyrir þær margvíslegu og stundum óvæntu tengingar á milli Íslendinga og Norðmanna sem hún hefur búið til með skrifum sínum.

Bókmenntaverðlaunin Alfred Anderson-Ryssts voru stofnuð árið 1952 og eru veitt árlega höfundi sem skrifar á nýnorsku eða höfundi sem hefur stuðlað að samstarfi á milli Íslands og Noregs, eða á milli Færeyja og Noregs. Á meðal fyrri verðlaunahafa eru Olav H. Hauge (1968,) Knut Ødegård (1975), Jon Fosse (1992), Carl Jóhan Jenssen (1997) og Eivör Pálsdóttir (2015).

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email