Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ.
Hægt er að sækja um fyrir ferðum sem þegar hafa verið farnar ef sótt er um innan þriggja mánaða frá ferðalokum. Einnig eru veittir styrkir til ferða sem farnar eru allt að níu mánuðum eftir umsóknarfrest.
Alla jafna eru veittir tíu ferðastyrkir við hverja úthlutun. Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er t.o.m. 30. mars 2023.