Search
Close this search box.

Enginn hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör

JonurVor

Upp­lýst var á ljóðahátíðinni í Kópavogi í gær að eng­inn hlyti ljóðstaf Jóns úr Vör að þessu sinni, en þetta er í annað sinn í fjór­tán ára sögu ljóðasam­keppn­inn­ar sem dóm­nefnd ákveður að ekk­ert inn­sendra ljóða hljóti fyrstu verðlaun en þau voru um 180. Í rök­stuðningi dóm­nefnd­ar, sem skipuð er þeim Gunnþór­unni Guðmunds­dótt­ur, pró­fess­or í al­mennri bók­mennta­fræði, og Sindra Freys­syni, skáldi og rit­höf­undi, seg­ir m.a.: „Dóm­nefnd hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu eft­ir mikla yf­ir­legu að meðal inn­sendra ljóða í ár, sem voru mun færri en á liðnum árum, væri ekki að finna ljóð að gæðum sam­bæri­leg­um þeim sem hafa áður unnið þessa keppni. Dóm­nefnd­in legg­ur því til við Kópa­vogs­bæ að Ljóðstaf­ur Jóns úr Vör verður ekki veitt­ur í ár, í stað þess legg­ist verðlauna­féð í ár við verðlaun næsta árs og megi því bú­ast við öfl­ugri þátt­töku þá.“

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email