Search
Close this search box.

Elísa­bet Rún til La Rochelle

Elísabet Rún

Mynda­sögu­höf­und­ur­inn Elísa­bet Rún var val­in úr hópi um­sækj­enda um dvöl í La Rochelle á veg­um sendi­ráðs Frakk­lands á Íslandi, Centre In­termondes de la Rochelle, Rit­höf­unda­sam­bands Íslands, Alli­ance Française de Reykja­vik og Institut França­is.

Um­sókn­ir um dvöl i La Rochelle voru opn­ar rit­höf­und­um og mynda­sögu­höf­und­um og þurftu þeir að sækja um fyr­ir 4. des­em­ber síðastliðinn. Í nóv­em­ber 2020 kom banda­ríski mynda­sögu­höf­und­ur­inn Dan Christen­sen á veg­um sömu lista­manna­skipta og hélt meðal ann­ars fyr­ir­lestra í Mynd­lista­skóla Reykja­vík­ur á meðan hann dvaldist í Gunnarshúsi.

Elísa­bet Rún er ung­ur mynda­sögu­höf­und­ur og teikn­ari frá Reykja­vik með diplómu í teikn­ingu frá Mynd­lista­skól­an­um í Reykja­vik og í mynda­sögu­teikn­ingu frá ÉESI í Angou­leme, Frakklandi.

Elísa­bet mun dvelja í mánuð í La Rochelle í júní 2021 og fær ferðastyrk frá RSÍ og gist­ingu og vinnu­stofu í boði Centre In­termonde de la Rochelle og Institut Franca­is.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email