Search
Close this search box.

Elías Snæland Jónsson látinn

Elías Snæ­land Jóns­son, rit­höf­und­ur og rit­stjóri, er lát­inn, 79 ára að aldri. Hann lést á Land­spít­al­an­um 8. apríl síðastliðinn.

Elías fædd­ist á Skarði í Bjarnar­f­irði á Strönd­um 8. janú­ar 1943. For­eldr­ar hans voru Jón Mika­el Bjarna­son og Hulda Svava Elías­dótt­ir. Ung­ur flutti Elías með for­eldr­um sín­um suður í Njarðvík og ólst þar upp. Stundaði nám við Sam­vinnu­skól­ann á Bif­röst og lauk þaðan prófi árið 1962. Í fram­haldi af því fór hann til náms í blaðamennsku í Nor­egi, sem markaði braut hans til framtíðar. Elías var blaðamaður á Tím­an­um 1964-1973 og rit­stjóri Nýrra þjóðmála 1974-1976. Hann var blaðamaður og rit­stjórn­ar­full­trúi á Vísi 1975-1981 og í fram­haldi af því rit­stjóri Tím­ans 1981-1984. Fór svo til starfa á DV sem aðstoðarrit­stjóri og var til 1997. Var síðan rit­stjóri á Degi til 2001.

Jafn­hliða blaðamennsku skrifaði Elías fjölda bóka af ýms­um toga. Leik­ritið Fjöru­brot fugl­anna var frum­sýnt í Borg­ar­leik­húsi ungs fólks í Dres­den (Thea­ter Junge Generati­on) í þýskri þýðingu 1999. Hann hlaut Íslensku barna­bóka­verðlaun­in fyr­ir Brak og bresti 1993 og saga hans Ná­vígi á hvala­slóð, sem kom út árið 1998, var á heiðurslista barna­bóka­sam­tak­anna IBBY. Skáld­sag­an Draum­ar und­ir gadda­vír kom út 1996.

Einnig skrifaði Elías ým­is­legt um sögu­leg efni. Tók meðal ann­ars sam­an bók­ina Möðru­valla­hreyf­ing­in, en það var klofn­ings­brot úr Fram­sókn­ar­flokkn­um. Er sú bók einnig lýs­ing á mörgu í sam­fé­lagi þess tíma. Þá skrifaði Elías bók­ina Síðasta dag­blaðið á vinstri vængn­um sem fjallaði um út­gáfu Dags í rit­stjóratíð hans. Sem ung­ur maður var Elías virk­ur í starfi Fram­sókn­ar­flokks­ins og síðar Sam­taka frjáls­lyndra og vinstri manna. Þá var hann formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands 1972-1973. Elías var félagsmaður í Rithöfundasambandi Íslands frá 1986.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Elías­ar er Anna Krist­ín Brynj­úlfs­dótt­ir, rit­höf­und­ur og fyrr­ver­andi lat­ínu- og stærðfræðikenn­ari. Syn­ir þeirra eru þrír og barna­börn­in fjög­ur.

Rithöfundasamband Íslands vottar aðstandendum Elíasar samúð.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email