Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Ferðastyrkir – umsóknarfrestur til 3. október

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið.  Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ.

Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er t.o.m. 3. október 2017.


Listamannalaun 2018

Auglýst eru til umsóknar starfslaun úr launasjóði rithöfunda sem úthlutað verður árið 2018 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009.  Umsókn um starfslaun, lög og reglugerðir eru á vefslóðinni www.listamannalaun.is. Nota þarf íslykil / rafræn skilríki við umsóknina.

Umsóknarfrestur rennur út 2. október 2017 kl. 16:00.

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar að framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

  • Ferðastyrkir verða ekki veittir.
  • Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum í gegnum umsóknarkerfið.

Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís, senda póst.

Lesa meira.


Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar skálds og Ingibjargar Sigurðardóttur, Kirkjubóli

Laugardaginn 26. ágúst verður verðlaunaafhending úr Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar, skálds og Ingibjargar Sigurðardóttur konu hans frá Kirkjubóli.
Að sjóðnum standa: Erfingjar og afkomendur Guðmundar og Ingibjargar, Búnaðarsamband Vesturlands,  Rithöfundasamband Íslands, Samband borgfirskra kvenna og Ungmennasamband Borgarfjarðar. Þetta er í 10. sinn sem veitt eru verðlaun úr sjóðnum, annars vegar ljóðaverðlaun og hins vegar menningarverðlaun og var það fyrst gert árið 1994.
Verðlaunaafhendingin fer fram í Snorrastofu í Reykholti og hefst klukkan 15:00 og eru allir velkomnir.

Lesa meira


Úthlutun starfsstyrkja úr Höfundasjóði RSÍ

Úthlutunarnefnd Höfundasjóðs RSÍ hefur lokið störfum og veitt 10 starfsstyrki, hvern að upphæð ISK. 350.000. Eftirtalir höfundar hljóta starfsstyrk úr Höfundasjóði RSÍ 2017:

Þórdís Helgadóttir

Steinunn Ásmundsdóttir

Jónas Reynir Gunnarsson

Illugi Jökulsson

Hlín Agnarsdóttir

Heiðrún Ólafsdóttir

Guðmundur Brynjólfsson

Friðgeir Einarsson

Eva Rún Þorgeirsdóttir

Bjarki Bjarnason

Rithöfundasamband Íslands óskar styrkþegum til hamingju með styrkina og góðs gengis í ritstörfum sínum.

Auglýst var eftir umsóknum í maí en 60 höfundar sóttu um starfsstyrk, 30 konur og 30 karlar. Meðalaldur umsækjenda var 49 ár. 10 höfundar hljóta starfsstyrk, 5 konur og 5 karlar. Meðalaldur styrkþega var 48 ár. Endanleg skipting starfsstyrkja var þessi; 5 vegna skáld- eða smásagna af ýmsu tagi, 2 vegna ljóðverka, 2 vegna sann- eða ævisagna, 1 vegna barnabóka.

Í úthlutunarnefnd sátu Soffía Auður Birgisdóttir, Halla Gunnarsdóttir og Anton Helgi Jónsson og þakkar Rithöfundasambandið þeim fyrir vel unnið og óeigingjarnt starf.


Opið fyrir umsóknir

Opið er fyrir umsóknir um starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Styrkirnir eru veittir til ritstarfa og áhersla er lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru langt komin. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Til úthlutunar eru 3.500.000 kr. Veittir verða allt að tíu styrkir. Umsóknarfrestur t.o.m. 25. maí 2017.


Ferðastyrkir – umsóknarfrestur til 1. apríl

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið.  Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ.

Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er t.o.m. 1. apríl 2017 nk.


Úthlutun starfslauna til rithöfunda 2017

Launasjóður rithöfunda – 555 mánuðir

12 mánuðir
Auður Jónsdóttir
Bergsveinn Birgisson
Bragi Ólafsson
Einar Már Guðmundsson
Eiríkur Örn Norðdahl
Gerður Kristný Guðjónsdóttir
Guðrún Eva Mínervudóttir
Hallgrímur Helgason
Jón Kalman Stefánsson
Kristín Eiríksdóttir
Kristín Ómarsdóttir
Oddný Eir Ævarsdóttir
Ófeigur Sigurðsson
SJÓN – Sigurjón B. Sigurðsson
Steinunn Sigurðardóttir
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

10 mánuðir
Sigurbjörg Þrastardóttir
Steinar Bragi

9 mánuðir
Andri Snær Magnason
Einar Kárason
Gyrðir Elíasson
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Kristín Steinsdóttir
Pétur Gunnarsson
Ragnheiður Sigurðardóttir
Sigurður Pálsson
Sölvi Björn Sigurðsson
Vilborg Davíðsdóttir
Þórarinn Böðvar Leifsson
Þórarinn Eldjárn
Þórdís Gísladóttir

6 mánuðir
Bjarni Bjarnason
Bjarni Jónsson
Brynhildur Þórarinsdóttir
Dagur Hjartarson
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Emil Hjörvar Petersen
Gunnar Helgason
Gunnar Theodór Eggertsson
Hávar Sigurjónsson
Hermann Stefánsson
Hildur Knútsdóttir
Jónína Leósdóttir
Kári Torfason Tulinius
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Linda Vilhjálmsdóttir
Margrét Örnólfsdóttir
Mikael Torfason
Ólafur Gunnarsson
Sif Sigmarsdóttir
Sigrún Eldjárn
Sigrún Pálsdóttir
Stefán Máni Sigþórsson
Sverrir Norland
Tyrfingur Tyrfingsson

3 mánuðir
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Alexander Dan Vilhjálmsson
Angela Marie Rawlings
Anton Helgi Jónsson
Ásta Fanney Sigurðardóttir
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Guðmundur Jóhann Óskarsson
Halldór Armand Ásgeirsson
Haukur Már Helgason
Huldar Breiðfjörð
Ingibjörg Hjartardóttir
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir
Kári Páll Óskarsson
Kjartan Yngvi Björnsson
Margrét Vilborg Tryggvadóttir
Óskar Árni Óskarsson
Ragnar Helgi Ólafsson
Ragnheiður Eyjólfsdóttir
Sigurjón Magnússon
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Sindri Freysson
Snæbjörn Brynjarsson
Soffía Bjarnadóttir
Steinunn Guðríður Helgadóttir
Valgerður Þóroddsdóttir
Valgerður Þórsdóttir
Þóra Karítas Árnadóttir

1 mánuður
Stefán Ómar Jakobsson

úthlutunarnefnd skipuðu:
Dr. Ásdís Sigmundsdóttir, Kjartan Már Ómarsson, Ragnhildur Richter