Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Ferðastyrkir – umsóknarfrestur til 1. apríl

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið.  Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ.

Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er t.o.m. 1. apríl 2017 nk.


Úthlutun starfslauna til rithöfunda 2017

Launasjóður rithöfunda – 555 mánuðir

12 mánuðir
Auður Jónsdóttir
Bergsveinn Birgisson
Bragi Ólafsson
Einar Már Guðmundsson
Eiríkur Örn Norðdahl
Gerður Kristný Guðjónsdóttir
Guðrún Eva Mínervudóttir
Hallgrímur Helgason
Jón Kalman Stefánsson
Kristín Eiríksdóttir
Kristín Ómarsdóttir
Oddný Eir Ævarsdóttir
Ófeigur Sigurðsson
SJÓN – Sigurjón B. Sigurðsson
Steinunn Sigurðardóttir
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

10 mánuðir
Sigurbjörg Þrastardóttir
Steinar Bragi

9 mánuðir
Andri Snær Magnason
Einar Kárason
Gyrðir Elíasson
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Kristín Steinsdóttir
Pétur Gunnarsson
Ragnheiður Sigurðardóttir
Sigurður Pálsson
Sölvi Björn Sigurðsson
Vilborg Davíðsdóttir
Þórarinn Böðvar Leifsson
Þórarinn Eldjárn
Þórdís Gísladóttir

6 mánuðir
Bjarni Bjarnason
Bjarni Jónsson
Brynhildur Þórarinsdóttir
Dagur Hjartarson
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Emil Hjörvar Petersen
Gunnar Helgason
Gunnar Theodór Eggertsson
Hávar Sigurjónsson
Hermann Stefánsson
Hildur Knútsdóttir
Jónína Leósdóttir
Kári Torfason Tulinius
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Linda Vilhjálmsdóttir
Margrét Örnólfsdóttir
Mikael Torfason
Ólafur Gunnarsson
Sif Sigmarsdóttir
Sigrún Eldjárn
Sigrún Pálsdóttir
Stefán Máni Sigþórsson
Sverrir Norland
Tyrfingur Tyrfingsson

3 mánuðir
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Alexander Dan Vilhjálmsson
Angela Marie Rawlings
Anton Helgi Jónsson
Ásta Fanney Sigurðardóttir
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Guðmundur Jóhann Óskarsson
Halldór Armand Ásgeirsson
Haukur Már Helgason
Huldar Breiðfjörð
Ingibjörg Hjartardóttir
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir
Kári Páll Óskarsson
Kjartan Yngvi Björnsson
Margrét Vilborg Tryggvadóttir
Óskar Árni Óskarsson
Ragnar Helgi Ólafsson
Ragnheiður Eyjólfsdóttir
Sigurjón Magnússon
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Sindri Freysson
Snæbjörn Brynjarsson
Soffía Bjarnadóttir
Steinunn Guðríður Helgadóttir
Valgerður Þóroddsdóttir
Valgerður Þórsdóttir
Þóra Karítas Árnadóttir

1 mánuður
Stefán Ómar Jakobsson

úthlutunarnefnd skipuðu:
Dr. Ásdís Sigmundsdóttir, Kjartan Már Ómarsson, Ragnhildur Richter


Ferðastyrkir úr Höfundasjóði RSÍ – umsóknarfrestur t.o.m. 1. október.

Höfundasjóður RSÍ auglýsir til umsóknar ferðastyrki höfunda. Umsóknarfrestur er t.o.m. 1. október.

Höfundasjóður Rithöfundasambandsins veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Nánar má kynna sér reglur um úthlutun ferðastyrkja á heimasíðu RSÍ. Ljóst þarf að vera að ferðin gagnist höfundi við störf og mikilvægt er að láta öll gögn, sbr. afrit af farseðli, boðsbréfi eða samningi um listamanndvöl, fylgja með umsókn.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 1. október 2016.


Listamannalaun 2017 – umsóknarfrestur 30. september kl. 17

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2017 í samræmi við  ákvæði laga nr. 57/2009.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september, kl. 17.00.

 • launasjóður hönnuða
 • launasjóður myndlistarmanna
 • launasjóður rithöfunda
 • launasjóður sviðslistafólks
 • launasjóður tónlistarflytjenda
 • launasjóður tónskálda

Umsóknir skiptast í eftirfarandi flokka:

 • Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð
 • Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð
 • Starfslaun fyrir sviðslistahópa – athugið að sú breyting hefur verið gerð að sviðslistahópaumsókn er felld inn í atvinnuleikhópaumsókn

Umsókn um starfslaun, lög og reglugerðir eru á vefslóðinni  www.listamannalaun.is Nota þarf íslykil / rafræn skilríki við umsóknina.

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

Breytingar frá stjórn:

 • Ferðastyrkir verða ekki veittir
 • Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum í gegnum umsóknarkerfið

Nánari upplýsingar:

listamannalaun@rannis.is

www.rannis.is/sjodir/menning-listir/starfslaun-listamanna/


Ferðastyrkir – umsóknarfrestur til 1. júní

Auglýst er eftir umsóknum um ferðastyrki úr höfundasjóði RSÍ

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum og öðrum höfundum ferðastyrki til utanlandsferða. Styrkir eru veittir til ferða sem umsækjandi fer vegna starfa sinna sem höfundur eða til að leita sér menntunar sem slíkur. Einnig má styrkja umsækjanda til þátttöku í námskeiðum og ráðstefnum eða til annars konar fræðslu- og menntunarleitar sem höfundur. Styrkupphæð nemur að hámarki 50 þúsund krónum. Heimilt er að styrkja ferð sem þegar hefur verið farin ef sótt er um innan sex mánaða frá ferðalokum. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Til úthlutunar eru 500.000 kr.

Úthlutunarreglur

Rafrænt umsóknareyðublað

Umsóknarfrestur er t.o.m. 1. júní 2016.


Úthlutanir úr IHM-sjóði

Í samræmi við reglur um ráðstöfun greiðslna frá Innheimtumiðstöð gjalda auglýsir RSÍ hér með eftir umsóknum um fjárframlög úr svonefndum IHM-sjóði Rithöfundasambandsins.

Rétt til úthlutunar úr myndbanda- og geisladiskageira eiga rithöfundar, leikskáld, þýðendur, handritshöfundar og aðrir höfundar ritverka, sem frumflutt hafa verið í sjónvarpi á síðasta og næstsíðasta ári. Um úthlutun geta sótt allir þeir sem telja sig eiga rétt, án tillits til félagsaðildar. Höfundum handrita fræðslu- og heimildarmynda er bent á að sækja um til Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslu­gagna.

Með umsóknum fylgi yfirlit um birt verk umsækjanda í sjónvarpi  2014 og 2015, taka skal fram lengd flutnings í mínútum, flutningsstað, dagsetningu flutnings og hlutfall ef höfundar eru fleiri en einn.

Til úthlutunar eru samtals 1.000.000 kr.

Sótt er um á rafrænu umsóknareyðublaði á heimasíðu Rithöfundasambandsins.

Umsóknir skulu berast fyrir 1. júní n.k.


Gestadvöl í Prag – auglýst eftir umsóknum

Prag-gestarithöfundar-170x130

Bókmenntaborgin Prag í Tékklandi auglýsir eftir gestahöfundum frá öðrum Bókmenntaborgum UNESCO, þar á meðal Reykjavík. Skilafrestur umsókna er 29. febrúar næstkomandi.

Rithöfundar og þýðendur geta sótt um gestadvöl. Auglýst er eftir umsóknum um þrjú tímabil nú í ár: júlí og ágúst, september og október eða nóvember – 15. desember. Tilkynnt verður hverjir hreppa hnossið þann 31. mars.

Umsóknir og fyrirspurnir sendast til Rödku Návarova: radka.navarova@mlp.cz

Prag, sem hefur verið ein af Bókmenntaborgum UNESCO frá árinu 2014, býður erlendum rithöfundum og þýðendum að dvelja við ritstörf í borginni um tveggja mánaða skeið. Tekið er á móti sex höfundum ár hvert. Fyrst um sinn verður eingöngu tekið á móti höfundum frá öðrum Bókmenntaborgum UNESCO, en borgirnar eru nú tuttugu talsins að Prag meðtaldri. Við fyrstu úthlutun í fyrra sóttu höfundar frá Dublin, Dunedin, Melbourne, Norwich og Reykjavík um gestadvöl og var einn íslenskur höfundur meðal þeirra fjögurra sem urðu fyrir valinu. Þessir fjórir höfundar eru Liam Pieper (Melbourne), Sarah Perry (Norwich), David Howard (Dunedin) og Friðrik Rafnsson (Reykjavík).

Hér má lesa eða hlusta á viðtal sem David Vaughan tók við Liam Pieper og Katerinu Bajo um gestadvölina fyrir útvarpið í Prag.

Sjá vef Bókmenntaborgar.