Search
Close this search box.

Bók­mennt­ir mik­il­væg­ar sam­fé­lag­inu

Yfir 90% þjóðar­inn­ar telja ís­lensk­ar bók­mennt­ir mik­il­væg­ar sam­fé­lag­inu og 83,4% eru já­kvæð gagn­vart störf­um rit­höf­unda hér á landi.

Þetta kem­ur fram í könn­un sem MMR hef­ur gert fyr­ir Rit­höf­unda­sam­band Íslands. Könn­un­in sýn­ir nokk­urn mun á af­stöðu fólks eft­ir efna­hag og mennt­un og þá eru kon­ur öllu já­kvæðari gagn­vart bók­mennt­un­um en karl­ar. 1.430 manns svöruðu spurn­ing­um MMR.

Spurt var í fyrsta lagi: Hversu sam­mála eða ósam­mála ertu eft­ir­far­andi full­yrðingu: „Íslensk­ar bók­mennt­ir eru mik­il­væg­ar fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.“  Þá var spurt: Al­mennt séð, hversu já­kvæð(ur) eða nei­kvæð(ur) ertu gagn­vart störf­um ís­lenskra rit­höf­unda?

Könn­un­in var gerð dag­ana 15.-26. des­em­ber sl.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email