Search
Close this search box.

Boðað til aukaaðalfundar

Aukaaðalfundur RSÍ verður haldinn 15. september 2016. Fundurinn er m.a. boðaður þar sem ekki er fullmannað í stjórn RSÍ eftir kjör. Það kemur til vegna þess að sitjandi meðstjórnandi, Vilborg Davíðsdóttir, var kjörinn varaformaður og sitjandi meðstjórnandi, Andri Snær Magnason, sagði sig úr stjórn. Fyrir vikið eru laus tvö sæti meðstjórnenda. Þar sem þetta var fyrirséð var viðbót við 5. grein laga sambandsins samþykkt á aðalfundi í apríl 2016. Hún hljóðar svo:

„Ef stjórn RSÍ eða varastjórn er ekki fullmönnuð er stjórn heimilt að boða til aukaaðalfundar í því skyni að bæta þar úr. Um framkvæmd slíks aukaaðalfundar gilda að öðru leyti sömu reglur og um aðalfund, m.a. hvað varðar boðun, kjörgengi, kjör o.s.frv.“

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs er til 11. ágúst. Kjósa þarf tvo meðstjórnendur sem sitji fram að aðalfundi 2017. Skrifleg framboð til stjórnarkjörs berist skrifstofu RSÍ eigi síðar en kl. 14.00 fimmtudaginn 11. ágúst n.k.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email