Fjöruverðlaun 2022
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða þann 7. mars 2022. Verðlaunin hlutu: Í flokki fagurbókmennta:Merking eftir Fríðu Ísberg (Mál og menning) Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:Sigurður Þórarinsson, mynd af manni eftir Sigrúnu Helgadóttur (Náttúruminjasafn Íslands) Í flokki barna- og unglingabókmennta:Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur (Iðunn) Þetta […]
Viðurkenningarhafi Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2021
Aðalheiður Guðmundsdóttir er Viðurkenningarhafi Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2021 fyrir ritin: Arfur aldanna I: Handan hindarfjalls og Arfur aldanna II: Norðvegur. Háskólaútgáfan Viðurkenning Hagþenkis var veitt 2. mars við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni og hana veitti formaður Hagþenkis, Ásdís Thoroddsen, sem felst í árituðu heiðursskjali og 1.250.000 kr. og var settur upp sýningarkassi tengdur ritunum í […]
ALLSKONAR ÖÐRUVÍSI | Skáldskapur í margbreytilegum heimi?
Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntirBorgarbókasafnið | Menningarhús GerðubergiLaugardaginn 5. mars kl. 10:30 – 13:00 Árleg ráðstefna um skáldskap fyrir börn og unglinga verður haldin í Borgarbókasafninu Gerðubergi laugardaginn 5. mars kl. 10:30-13:00. Í ár beinum við sjónum okkar að því hvernig margbreytileiki birtist í barnabókmenntum. Um mikilvægi þess að tilheyra og eiga heima í skáldskap. […]
Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022
Elísabet Jökulsdóttir og Steinar Bragi Guðmundsson eru tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Elísabet fyrir bók sína Aprílsólarkuldi. Skáldsaga. Forlagið, 2020. Steinar Bragi Guðmundsson fyrir skáldsöguna Truflunin. Forlagið, 2020. Ást, vald og það að vera utangarðs eru á meðal gegnumgangandi stefja í hinum 14 norrænu skáldsögum og ljóðabókum sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Bækurnar […]
Íslensku þýðingaverðlaunin 2022 afhent á Gljúfrasteini
Íslensku þýðingaverðlaunin 2022 voru veitt á Gljúfrasteini laugardaginn 19. febrúar sl. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin. Í ár hlaut Gunnar Þorri Pétursson verðlaunin fyrir þýðingu sína Tsjernobyl-bænin, framtíðarannáll eftir Svetlana Aleksíevítsj. Angústúra gefur út. Umsögn dómnefndar er eftirfarandi: Verkið samanstendur fyrst og fremst af frásögnum fórnarlamba slyssins í Tsjernobyl sem hingað til hefur […]
Réttindi rétthafa
Þeir rétthafar, sem fyrir gildistöku laga um sameiginlega umsýslu höfundarréttar nr. 88/2019 þann 1. janúar 2020, hafa gefið Rithöfundasambandinu heimild til að hafa umsjón með réttindum sínum er bent á að réttindi rétthafa 1.–6. mgr. 3. gr. sömu laga, þar sem kveðið er á um tiltekin réttindi rétthafa, eiga einnig við um þá. Ákvæðið má […]
Tilnefningar Hagþenkis 2021
Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir útgáfuárið 2021 voru tilkynntar þann 9. febrúar. Viðurkenning Hagþenkis verður veitt við hátíðlega athöfn um miðjan mars og felst í sérstöku viðurkenningarskjali og 1.250.000 krónum. Eftirfarandi höfundar og bækur eru tilnefndar: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir. Samfélagshjúkrun. Iðnú útgáfa. „Þarft kennslurit um samfélagslega brýn málefni sem hefur […]
Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021
Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti í dag, þriðjudaginn 25. janúar, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók […]
Úthlutun listamannalauna 2022
555 mánuðir voru til úthlutunar úr launasjóði rithöfunda, sótt var um 2628 mánuði.Starfslaun fá 80 rithöfundar, 41 kona og 39 karlar, 237 umsóknir bárust. 12 mánuðir Andri Snær Magnason Bergsveinn Birgisson Eiríkur Örn Norðdahl Elísabet Kristín Jökulsdóttir Gerður Kristný Guðjónsdóttir Guðrún Eva Mínervudóttir Hallgrímur Helgason Hildur Knútsdóttir Jón Kalman Stefánsson Sölvi Björn Sigurðsson Vilborg Davíðsdóttir […]
Kristín Helga Gunnarsdóttir hlýtur Menningarviðurkenningu RÚV 2021
Kristín Helga Gunnarsdóttir hlaut Menningarviðurkenningu RÚV fyrir ritstörf þann 6. janúar sl. Það var samdóma álit stjórnar sjóðsins að beina sjónum að barnabókmenntum í ár. Úr umsögn stjórnar: „Alkunna er að mikil gróska hefur verið í útgáfu barnabóka síðustu ár og misseri. Höfundarnir eru mýmargir og segja má að barnabókin sé oft mun pólitískari nú […]