Search
Close this search box.

Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti í dag, þriðjudaginn 25. janúar, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.

Verðlaunin skiptust í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru:

Fræðibækur og rit almenns efnis:

Sigrún Helgadóttir fyrir bókina Sigurður Þórarinsson : Mynd af manni I-II. Útgefandi: Náttúruminjasafn Íslands

Barna- og ungmennabækur:

Þórunn Rakel Gylfadóttir fyrir bókina Akam, ég og Annika. Útgefandi: Angústúra

Skáldverk:

Hallgrímur Helgason fyrir bókina Sextíu kíló af kjaftshöggum. Útgefandi: JPV útgáfa

Rithöfundasamband Íslands óskar höfundum innilega til hamingju með verðlaunin!

UMSAGNIR DÓMNEFNDA MÁ FINNA Á HEIMASÍÐU FÍBÚT

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email