Ferðastyrkir úr Höfundasjóði RSÍ – umsóknarfrestur t.o.m. 1. október.
Höfundasjóður RSÍ auglýsir til umsóknar ferðastyrki höfunda. Umsóknarfrestur er t.o.m. 1. október. Höfundasjóður Rithöfundasambandsins veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Nánar má kynna sér reglur um úthlutun ferðastyrkja á heimasíðu RSÍ. Ljóst þarf að vera að ferðin gagnist höfundi við störf og mikilvægt er að láta öll gögn, sbr. afrit af […]
Ekki semja af ykkur!
Rithöfundasambandið minnir á gildandi samninga félagsins. Við viljum brýna fyrir höfundum að vísa í og nota þá samninga sem RSÍ hefur gert við viðsemjendur og eru aðgengilegir á vefsíðu okkar. Ef um annars konar samninga er að ræða er mikilvægt að félagsmenn sæki aðstoð til skrifstofu RSÍ og þiggi þá ráðgjöf sem þar er í […]
Ólöf Eldjárn látin
Ólöf Eldjárn, þýðandi og ritstjóri, lést 15. ágúst eftir erfið veikindi, 69 ára að aldri Ólöf fæddist í Reykjavík 3. júlí 1947 og ólst upp í Vesturbænum. Hún var dóttir hjónanna Kristjáns Eldjárns, þjóðminjavarðar og forseta, og Halldóru Ingólfsdóttur Eldjárn. Ólöf lauk prófi í ensku frá Kaupmannahafnarháskóla og og starfaði lengi sem verslunarstjóri Bóksölu stúdenta og ritstjóri hjá Bókaforlagi Máls […]
Sigríður Eyþórsdóttir látin
Sigríður Eyþórsdóttir, kennari og leikstjóri, lést 22. júlí 2016 á Landspítalanum. Sigríður fæddist í Torfabæ í Selvogi 21. ágúst 1940. Hún lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla LR og kennaraprófi frá KÍ. Að loknu námi fékkst Sigríður um langt skeið við leiklistarkennslu og leikstjórn, auk þess sem hún sá um barna- og unglingaþætti í Ríkisútvarpinu. Árið 1982 stofnaði hún leikhópinn […]
Fundur fólksins 2016
Rithöfundasambandið minnir á Fund fólksins sem fer fram í Norræna húsinu 2.-3. september. Höfundaréttur listamanna og það hvernig listamenn geta lifað af listinni verður eitt af umfjöllunarefnum fundarins og á föstudeginum kl. 13-14 verður opinn umræðufundur um hvernig höfundarétturinn er varinn í breyttu tækniumhverfi. Fullrúar allra þingflokka á Alþingi taka þátt ásamt Jakobi Magnússyni, formanni […]
Listamannalaun 2017 – umsóknarfrestur 30. september kl. 17
Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2017 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur er til og með 30. september, kl. 17.00. launasjóður hönnuða launasjóður myndlistarmanna launasjóður rithöfunda launasjóður sviðslistafólks launasjóður tónlistarflytjenda launasjóður tónskálda Umsóknir skiptast í eftirfarandi flokka: Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð – eða fleiri, falli […]
Boðað til aukaaðalfundar
Aukaaðalfundur RSÍ verður haldinn 15. september 2016. Fundurinn er m.a. boðaður þar sem ekki er fullmannað í stjórn RSÍ eftir kjör. Það kemur til vegna þess að sitjandi meðstjórnandi, Vilborg Davíðsdóttir, var kjörinn varaformaður og sitjandi meðstjórnandi, Andri Snær Magnason, sagði sig úr stjórn. Fyrir vikið eru laus tvö sæti meðstjórnenda. Þar sem þetta var […]
ÚTHLUTUN NÝRÆKTARSTYRKJA MIÐSTÖÐVAR ÍSLENSKRA BÓKMENNTA 2016
Þrír höfundar hljóta Nýræktarstyrkina í ár fyrir verk sín: Einsamræður eftir Birtu Þórhallsdóttur, Smáglæpir eftir Björn Halldórsson og Afhending eftir Vilhjálm Bergmann Bragason. Í gær, fimmtudaginn 2. júní, veitti Miðstöð íslenskra bókmennta þremur nýjum höfundum Nýræktarstyrki til útgáfu á verkum þeirra, en hver styrkur nemur 400.000 kr. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra tilkynnti hverjir hlutu […]
Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi afhentar
Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi voru afhentar í þrítugasta skiptið 22. maí í Gunnarshúsi. Fjórar viðurkenningar voru veittar að þessu sinni fyrir störf að barnamenningu, en þær eiga að vekja athygli á þeim fersku vindum sem blása á sviðinu og vera viðtakendum hvatning til að halda áfram á sömu braut. Viðurkenningarnar hlutu: Bergrún Íris Sævarsdóttir. Bergrún […]
Einstök gjöf
Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar ljóðskálds, færði Rithöfundasambandi Íslands portrett af Sigfúsi að gjöf 20. maí sl., á fæðingardegi skáldsins. Málverkið er eftir Baltasar Samper og gefur kraftmikla og hlýlega mynd af Sigfúsi Daðasyni en er jafnframt merkilegur sálarspegill skáldsins. Rithöfundsambandið þakkar Guðnýju Ýri innilega fyrir höfðinglega gjöf og vinarvott.