Search
Close this search box.

Ásta Fanney Sigurðardóttir hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör

21. Janúar á 100 ára fæðingarafmæli Jóns úr Vör voru úrslit sextándu samkeppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör tilkynnt við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Handhafi Ljóðstafsins árið 2017 er ljóðskáldið Ásta Fanney Sigurðardóttir.  Í öðru sæti var Áslaug Jónsdóttir og í þriðja sæti Fríða Ísberg. Það var hátíðleg stemning á afhendingunni en við […]

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í gær, 19. janúar 2017. Verðlaunin hlutu: Í flokki fagurbókmennta: Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur Í flokki barna- og unglingabókmennta: Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur Þetta […]

Íslensku barnabókaverðlaunin 2017

  Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handriti að skáldsögu fyrir börn og unglinga til að keppa um Íslensku barnabókaverðlaunin 2017. Verðlaunin er frábær stökkpallur fyrir nýja höfunda en öllum er þó frjálst að taka þátt. Skilafrestur er til 8. febrúar næstkomandi. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk höfundarlauna. Handritið þarf að vera að lágmarki […]

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2017

Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2017. Verðlaun að upphæð 700 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Úlfhildur Dagsdóttir formaður og Illugi Gunnarsson tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði […]

Nýskráningar vegna greiðslna vegna útlána á bókasöfnum

Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008. Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum […]

Bók­mennt­ir mik­il­væg­ar sam­fé­lag­inu

Yfir 90% þjóðar­inn­ar telja ís­lensk­ar bók­mennt­ir mik­il­væg­ar sam­fé­lag­inu og 83,4% eru já­kvæð gagn­vart störf­um rit­höf­unda hér á landi. Þetta kem­ur fram í könn­un sem MMR hef­ur gert fyr­ir Rit­höf­unda­sam­band Íslands. Könn­un­in sýn­ir nokk­urn mun á af­stöðu fólks eft­ir efna­hag og mennt­un og þá eru kon­ur öllu já­kvæðari gagn­vart bók­mennt­un­um en karl­ar. 1.430 manns svöruðu spurn­ing­um […]

Rithöfundasjóður ríkisútvarpsins – orð ársins

Sölvi Björn Sigurðsson hlaut viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf en tilkynnt var um menningarviðurkenningar RÚV við hátíðlega afthöfn í Efstaleitinu föstudaginn 6. janúar 2017. Þá var „hrútskýring“ valið orð ársins 2016. Að auki voru veittir styrkir úr Tónskáldasjóði RÚV og tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hlaut Krókinn 2016 – viðurkenningu Rásar 2 fyrir framúrskarandi flutning á […]

Úthlutun starfslauna til rithöfunda 2017

Launasjóður rithöfunda – 555 mánuðir 12 mánuðir Auður Jónsdóttir Bergsveinn Birgisson Bragi Ólafsson Einar Már Guðmundsson Eiríkur Örn Norðdahl Gerður Kristný Guðjónsdóttir Guðrún Eva Mínervudóttir Hallgrímur Helgason Jón Kalman Stefánsson Kristín Eiríksdóttir Kristín Ómarsdóttir Oddný Eir Ævarsdóttir Ófeigur Sigurðsson SJÓN – Sigurjón B. Sigurðsson Steinunn Sigurðardóttir Þórunn Jarla Valdimarsdóttir 10 mánuðir Sigurbjörg Þrastardóttir Steinar Bragi […]

Látnir félagar

Dr. Þor­varður Helga­son, rit­höf­und­ur og leik­hús­gagn­rýn­andi fædd­ist í Reykja­vík 18. maí 1930. Hann lést 7. desember s.l. Þorvarður var stofnfélagi í Rithöfundasambandi Íslands. Þor­varður nam leik­hús­fræði, frönsku og leik­stjórn er­lend­is og tók loka­próf í leik­stjórn 1958, Hann stofnaði ásamt öðrum leik­fé­lagið Grímu og leik­stýrði þar. Þorvarður út­skrifaðist sem doktor í leikhúsfræðum frá Uni­versität Wien 1970. […]

Sigurður Pálsson hlýtur fálkaorðuna

Forseti Íslands veitti fálkaorðuna við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag 2017. Meðal þeirra tólf Íslendinga sem sæmdir voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu var Sigurður Pálsson ljóðskáld. Rithöfundasamband Íslands óskar Sigurði innilega til hamingju. Hér má sjá lista yfir hina nýja fálkaorðuhafa.