Heiðursfélagi og fyrsti formaður Rithöfundasambands Íslands er fallinn frá
Sigurður A. Magnússon rithöfundur og þýðandi er látinn 89 ára að aldri, hann lést í Reykjavík 2. apríl. Sigurður var ötull baráttumaður fyrir hagsmunum rithöfunda og leiddi sameiningu þeirra í eitt stórt og öflugt stéttarfélag. Hann var formaður Rithöfundafélags Íslands 1971 – 1972, formaður Rithöfundasambands Íslands hins fyrra 1972 – 1974 og fyrsti formaður Rithöfunda- […]
Degi barnabókarinnar fagnað
Smásagan Stjarnan í Óríon frumflutt fyrir alla grunnskólanema landsins í stærstu sögustund ársins Í fyrramálið verður smásaga eftir Hildi Knútsdóttur frumflutt í öllum grunnskólum landsins kl. 9.10. Sagan verður samtímis flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin getur lagt við hlustir. Hildur skrifaði söguna Stjarnan í Óríon fyrir börn á aldrinum 6-16 ára í […]
Sviðslistir í brennidepli – Framtíð leikritunar á Íslandi
Umræðukvöld um framtíð leikritunar á Íslandi í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, mánudaginn 27. mars kl. 20.15. Frummælendur: Hrafnhildur Hagalín listrænn ráðunautur Borgarleikhússins Símon Birgisson handrits- og sýningadramatúrg Þjóðleikhússins Friðrik Friðriksson leikari og framkvæmdastjóri Tjarnarbíós Bjarni Jónsson leikskáld Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikstjóri stjórnar umræðum Hægt er að taka leið 14 nánast upp að dyrum á Gunnarshúsi.
Ævar Þór á Aarhus 39-listanum
Alþjóðlega barnabókahátíðin Hay Festival hefur kynnt hinn svokallað Aarhus 39-lista, 39 bestu evrópsku barnabókahöfundana undir 39 ára aldri. Ævar Þór Benediktsson, var þar á meðal. Hann er staddur í London til að veita viðurkenningunni móttöku og taka þátt í pallborðumræðum um barnabækur. Höfundarnir á listanum koma til með að vinna saman að metnaðarfullu verkefni fyrir […]
Menningarverðlaun DV
Menningarverðlaun DV fyrir árið 2016 voru veitt við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær, miðvikudaginn 15. mars. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1979 fyrir framúrskarandi árangur á menningarsviðinu. Rithöfundurinn Sjón hlaut verðlaunin í flokki bókmennta fyrir skáldsöguna Ég er sofandi hurð, sem er þriðju hluti þríleiksins CoDex 1962. Hann hefur einmitt hlotið verðlaunin […]
Jón Kalman Stefánsson tilnefndur til Man Booker-verðlaunanna
Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson er tilnefndur til alþjóðlegu Man Booker-verðlaunanna 2017, ein virtustu bókmenntaverðlaun á heimsvísu, fyrir skáldsöguna Fiskarnir hafa enga fætur (2013). Bókin kom út í enskri þýðingu Philip Roughton í fyrra hjá MacLehose Press. Jón Kalman er á meðal þrettán annarra tilnefndra rithöfunda frá ellefu löndum. Sigurvegarinn verður kynntur 14. júní nk. Lista yfir alla […]
Ferðastyrkir – umsóknarfrestur til 1. apríl
Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er t.o.m. 1. apríl 2017 […]
Sviðslistir í brennidepli – kafað í fræðin
Málþing um sviðslistir verður haldið þriðjudaginn 14. mars kl. 20.00 í Gunnarhúsi, Dyngjuvegi 8. Nýútkomnar eru þrjár bækur sem fjalla um íslenska leiklist frá afar ólíkum sjónarhólum. Höfundarnir þrír segja frá verkum sínum og að því loknu mun Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins spyrja þá út úr og stjórna umræðum. Athugið að kvöldið er hið fyrra af […]
Kjarakönnun meðal félagsmanna
Kjarakönnun hefur verið send á alla félagsmenn RSÍ og biðjum við ykkur vinsamlegast um að svara henni ef þið hafið tök á og teljið hana eiga við ykkur. Skrifstofa RSÍ hefur nýlega komið sér upp búnaði til að framkvæma kannanir af þessu tagi og við sjáum fram á að geta safnað í sarpinn tölulegum upplýsingum og […]
Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar
Fimmtán barna- og unglingabækur voru í gærtilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Tilkynnt var um tilnefndar bækur við hátíðlega athöfn í Gerðubergi þar sem nú stendur yfir sýningin; Þetta vilja börnin sjá, myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2016. Tilnefnt var í þremur flokkum, fimm bækur í hverjum; fyrir bestu frumsömdu bókina, best myndskreyttu […]