Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Handhafar barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2017; Linda Ólafsdóttir, Halla Sverrisdóttir og Ragnheiður Eyjólfsdóttir ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017 voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða síðasta vetrardag.. Í flokki frumsaminna barnabóka komu verðlaunin í hlut Ragnheiðar Eyjólfsdóttur fyrir Skuggasögu – Undirheima, en hún er seinni hluti Skuggasögu – Arftakinn sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin á […]
Tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017

Tólf verk eru tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Frá Íslandi eru Kristín Ragna Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir Úlfur og Edda: Dýrgripurinn (2016) og Hafsteinn Hafsteinsson fyrir Enginn sá hundinn (2016). Verðlaunin verða afhent þann 1. nóvember 2017 í Helsinki. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu norden.org.
Kosningar til stjórnar RSÍ 2017

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands verður haldinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudaginn 27. apríl n.k. kl. 19.30. Framboðsfrestur til stjórnar rann út 23. mars s.l. Kosnir verða tveir meðstjórnendur og einn varamaður. Kosningarnar munu nú í fyrsta sinn fara fram rafrænt. Kjörfundur hefst 12. apríl og lýkur á miðnætti 26. apríl. Allir skuldlausir félagsmenn (einnig heiðursfélagar og […]
Heiðursfélagi og fyrsti formaður Rithöfundasambands Íslands er fallinn frá

Sigurður A. Magnússon rithöfundur og þýðandi er látinn 89 ára að aldri, hann lést í Reykjavík 2. apríl. Sigurður var ötull baráttumaður fyrir hagsmunum rithöfunda og leiddi sameiningu þeirra í eitt stórt og öflugt stéttarfélag. Hann var formaður Rithöfundafélags Íslands 1971 – 1972, formaður Rithöfundasambands Íslands hins fyrra 1972 – 1974 og fyrsti formaður Rithöfunda- […]
Degi barnabókarinnar fagnað

Smásagan Stjarnan í Óríon frumflutt fyrir alla grunnskólanema landsins í stærstu sögustund ársins Í fyrramálið verður smásaga eftir Hildi Knútsdóttur frumflutt í öllum grunnskólum landsins kl. 9.10. Sagan verður samtímis flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin getur lagt við hlustir. Hildur skrifaði söguna Stjarnan í Óríon fyrir börn á aldrinum 6-16 ára í […]
Sviðslistir í brennidepli – Framtíð leikritunar á Íslandi

Umræðukvöld um framtíð leikritunar á Íslandi í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, mánudaginn 27. mars kl. 20.15. Frummælendur: Hrafnhildur Hagalín listrænn ráðunautur Borgarleikhússins Símon Birgisson handrits- og sýningadramatúrg Þjóðleikhússins Friðrik Friðriksson leikari og framkvæmdastjóri Tjarnarbíós Bjarni Jónsson leikskáld Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikstjóri stjórnar umræðum Hægt er að taka leið 14 nánast upp að dyrum á Gunnarshúsi.
Ævar Þór á Aarhus 39-listanum

Alþjóðlega barnabókahátíðin Hay Festival hefur kynnt hinn svokallað Aarhus 39-lista, 39 bestu evrópsku barnabókahöfundana undir 39 ára aldri. Ævar Þór Benediktsson, var þar á meðal. Hann er staddur í London til að veita viðurkenningunni móttöku og taka þátt í pallborðumræðum um barnabækur. Höfundarnir á listanum koma til með að vinna saman að metnaðarfullu verkefni fyrir […]
Menningarverðlaun DV

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2016 voru veitt við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær, miðvikudaginn 15. mars. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1979 fyrir framúrskarandi árangur á menningarsviðinu. Rithöfundurinn Sjón hlaut verðlaunin í flokki bókmennta fyrir skáldsöguna Ég er sofandi hurð, sem er þriðju hluti þríleiksins CoDex 1962. Hann hefur einmitt hlotið verðlaunin […]
Jón Kalman Stefánsson tilnefndur til Man Booker-verðlaunanna

Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson er tilnefndur til alþjóðlegu Man Booker-verðlaunanna 2017, ein virtustu bókmenntaverðlaun á heimsvísu, fyrir skáldsöguna Fiskarnir hafa enga fætur (2013). Bókin kom út í enskri þýðingu Philip Roughton í fyrra hjá MacLehose Press. Jón Kalman er á meðal þrettán annarra tilnefndra rithöfunda frá ellefu löndum. Sigurvegarinn verður kynntur 14. júní nk. Lista yfir alla […]
Ferðastyrkir – umsóknarfrestur til 1. apríl

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er t.o.m. 1. apríl 2017 […]