Search
Close this search box.

Fálkaorða

Tveir félagar í Rithöfundasambandinu voru í hópi þeirra sem fengu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar s.l. Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur, heiðursfélagi RSÍ og fyrrverandi prófessor fékk riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta og kennslu bókmennta á háskólastigi. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona , handritshöfundur og leikskáld hlaut riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar.

Hallgrímur Helgason hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins

Hallgrímur Helgason hlaut viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf en tilkynnt var um menningarviðurkenningar RÚV við hátíðlega afthöfn í Efstaleitinu miðvikudaginn 4. janúar 2018. Hljómsveitin Mammút hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning og alls voru 92 styrkir veittir úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs.Þá var „Epalhommi“ valið orð ársins 2017. Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins hefur verið starfræktur síðan 1956. […]

Verðlaun bóksala

Ár hvert verðlauna kýs starfsfólk bókaverslana á Íslandi um bestu bækur ársins og tilkynnt var um úrslitin 2017 í Kiljunni miðvikudaginn 13. desember sl. Eftirtaldar bækur hljóta Verðlaun bóksala í ár: Íslensk skáldverk 1. Saga Ástu – Jón Kalman Stefánsson 2. Elín, ýmislegt – Kristín Eriksdóttir 3. Mistur – Ragnar Jónasson Þýdd skáldverk 1. Grænmetisætan – Han […]

Jólaboð í dag kl. 17.00 – 20.00!

Munið jólaboðið í dag. Félagsmenn, takið ykkur hlé frá öllu amstrinu, upplestrunum, smákökubakstrinum, gagnrýninni og háværum markaðstorgunum! Jólastemming með léttum veitingum í Gunnarshúsi í dag, 14. desember frá kl. 17.00. Hlökkum til að sjá ykkur!    

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Margrét Lóa Jónsdóttir, Gunnhildur Þórðardóttir, Fríða Ísberg og Eydís Blöndal

Höfundarnir Margrét Lóa Jónsdóttir, Gunnhildur Þórðardóttir, Fríða Ísberg og Eydís Blöndal munu halda ljóðakvöld í Gunnarshúsi næstkomandi þriðjudag 12. desember kl. 20 undir yfirskriftinni Fljóðaljóð. Allar hafa þær nýlega gefið út ljóðabækur; Margrét með Biðröðina framundan, Gunnhildur með Götuljóð, Fríða með Slitförina og Eydís með bókina Án tillits. Kynnir verður Kári Tulinius en hann er […]

Jólaboð á fimmtudaginn!

Félagsmenn, takið ykkur hlé frá öllu amstrinu, upplestrunum, smákökubakstrinum, gagnrýninni og háværum markaðstorgunum! Jólastemming með léttum veitingum í Gunnarshúsi fimmtudaginn 14. desember frá kl. 17.00. Hlökkum til að sjá ykkur!  

Höfundakvöld – Silja Aðalsteinsdóttir og Sveinn Einarsson

Samfélagið á 20. öld, allt frá viðskiptalífi til menningarmála, verður undir á spennandi höfundakvöldi í Gunnarshúsi mánudaginn 11. desember kl. 20. Bókmenntaspekúlantinn og útvarpsmaðurinn Jórunn Sigurðardóttir fær til sín Svein Einarsson og Silju Aðalsteinsdóttur og ræðir við þau um minningabækur sem þau sendu frá sér í haust. Í bók Sveins, Mitt litla leiksvið, fer Sveinn […]

Ályktun

Stjórnir Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugangna, lýsa áhyggjum sínum af því að innbundnar bækur verði ekki lengur prentaðar hér á landi en stærsta prentsmiðja landsins, Oddi, mun hætta prentun innbundinna bóka á næsta ári. Við það mun mikil fagþekking glatast sem erfitt getur reynst að ná upp aftur. Það er mikið […]

Tilnefningarnar til Fjöruverðlaunanna 2018

Tilkynnt var hvaða níu bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna þann 5. desember sl. Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar: Fagurbókmenntir Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur Slitförin eftir Fríðu Ísberg Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur Dómnefnd skipuðu Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Guðrún Lára Pétursdóttir og Salka Guðmundsdóttir. Fræðibækur og rit almenns eðlis Íslenska lopapeysan: Uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi […]

Aðventa lesin í Gunnarshúsum

Aðventa, saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum, verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri 10. desember, annan sunnudag í aðventu. Hjá Rithöfundasambandi Íslands á Dyngjuvegi 8, les Sólveig Pálsdóttir leikkona og rithöfundur söguna og hefst lestur kl. 13.30. Allir eru velkomnir á þessa kyrrðarstund í amstri […]