Search
Close this search box.

Hallgrímur Helgason hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins

HHRUV

Hallgrímur Helgason hlaut viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf en tilkynnt var um menningarviðurkenningar RÚV við hátíðlega afthöfn í Efstaleitinu miðvikudaginn 4. janúar 2018. Hljómsveitin Mammút hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning og alls voru 92 styrkir veittir úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs.Þá var „Epalhommi“ valið orð ársins 2017.

Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins hefur verið starfræktur síðan 1956. Styrkir eru veittir einum eða tveimur höfundum. Í stjórn sjóðsins eiga sæti fimm menn, einn skipaður af menntamálaráðherra og er hann formaður, tveir af Ríkisútvarpinu og tveir af Rithöfundasambandi Íslands..

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email