Höfundamiðstöð RSÍ auglýsir eftir bókmenntadagskrám til þátttöku í Skáld í skólum 2018

Árlega býður Höfundamiðstöð RSÍ grunnskólum um land allt upp á bókmenntadagskrár undir heitinu Skáld í skólum þar sem rithöfundar hitta nemendur á aldrinum 6-16 ára til að fjalla um bókmenntir. Skáld í skólum er ómissandi þáttur í kynningu nútímabókmennta í grunnskólum landsins en yfir 60 mismunandi dagskrár hafa orðið til innan vébanda verkefnisins frá því það hóf göngu […]
Tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Dómnefnd barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hefur birt tilnefningar til verðlaunanna á árinu 2018. Frá Íslandi eru tilnefndar bækurnar Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir og Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler & Rakel Helmsdal. Alls eru tilnefndar 12 bækur frá öllum Norðurlöndunum.
Frelsi vinnur The European Poet of Freedom Literary Award 2018

Ljóðabókin Frelsi eftir Lindu Vilhjálmsdóttur vann The European Poet of Freedom Literary Award í Póllandi um helgina! Rithöfundasambandið óskar Lindu innilega til hamingju með viðurkenninguna. Lesa meira
Ritunarþing 11. apríl

Þann 11. apríl nk. standa Félag fagfólks á skólasöfnum, Háskóli Íslands, Kennarasamband Íslands, Menntamálastofnun, Rithöfundarsamband Íslands, Samtök móðurmálskennara og Sögur – Samtök um barnamenningu saman að málþingi til að vekja athygli á ritun í grunnskólum. Frítt verður á þingið og veitingar í boði. Allir velkomnir!
Sumarbústaðir

Opið er fyrir sumarúthlutun á orlofshúsunum Sléttaleiti og Norðurbæ sumarið 2018. Umsóknarfrestur er til 26. mars nk. Húsin er í vikuleigu í tíu vikur yfir sumarið, frá föstudegi til föstudags 8. júní-17. ágúst, og kostar vikan 15.000 kr. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Þeir sem ekki sóttu um eða fengu úthlutað í fyrra […]
Ferðastyrkir

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er t.o.m. 1. apríl 2018 nk.
Steinunn Kristjánsdóttir hlýtur Viðurkennningu Hagþenkis 2017

Viðurkenning Hagþenkis var veitt þann 28. febrúar í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfn en hana hlaut Steinunn Kristjánsdóttir fyrir ritið, Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir, sem Sögufélag og Þjóðminjasafn Íslands gáfu út. Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins segir um ritið: Umfangsmikil og vel útfærð rannsókn sem varpar nýju ljósi á sögu klausturhalds á Íslandi. Frásagnarstíll […]
Áríðandi skilaboð vegna höfundarréttar

Erindi þetta er vegna bréfs fulltrúa Storytel Iceland til félagsmanna RSÍ. Þegar Storytel á Íslandi opnaði fyrir tæpri viku kom í ljós að þar voru gerð aðgengileg í áskrift verk margra íslenskra höfunda og þýðenda sem aldrei höfðu gefið til þess leyfi eða skrifað undir samninga þar um. Fulltrúi Storytel hafði áður sent RSÍ drög […]
Frá stjórn RSÍ

Vegna áskriftarveitunnar Storytel sem farin er af stað hérlendis þá vill stjórn RSÍ árétta eftirfarandi: það er afstaða RSÍ að áskriftarstreymi hafi aldrei nokkurn tíma verið hluti af framseldum réttindum í útgáfusamningi Rithöfundasambandsins og Félags íslenskra bókaútgefenda. Um hann þurfi að semja sérstaklega og hefur það enn ekki verið gert í útgáfusamningi RSÍ og FÍBÚT. […]
Aðalfundur 26. apríl

Aðalfundur RSÍ verður haldinn 26. apríl 2018. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs er til 22. mars nk. Kjósa þarf formann, varaformann, einn meðstjórnanda og einn varamann, skv. 5. grein laga Rithöfundasambands Íslands. Skrifleg framboð til stjórnarkjörs berist skrifstofu RSÍ eigi síðar en kl. 14.00 fimmtudaginn 22. mars n.k.