Birgir Sigurðsson heiðursfélagi látinn

Birgir Sigurðsson, rithöfundur og leikskáld, lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. ágúst sl., á 82. aldursári. Birgir fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1937. Hann auk kennaraprófi frá KÍ 1961, stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík í fimm ár og söngnám í Amsterdam 1967. Birgir var blaðamaður á Tímanum 1961-64 og var kennari og skólastjóri í […]
Skrifstofa lokuð

Skrifstofa Rithöfundasambandsins verður lokuð vegna sumarleyfa 5. júlí til 13. ágúst. Skrifstofan verður opnuð aftur miðvikudaginn 14. ágúst. Gleðilegt sumar!
Lilja Sigurðardóttir fær Blóðdropann 2019

Lilja Sigurðardóttir hlaut Blóðdropann 2019 fyrir skáldsögu sína Svik, en verðlaunin eru veitt ár hvert fyrir bestu íslensku glæpasöguna, Þetta er annað árið í röð sem Lilja hlýtur verðlaunin, en í fyrra hlaut hún þau fyrir bókina Búrið, lokabók í þríleik. Dómnefnd verðlaunanna í ár skipuðu Kristján Atli Kristjánsson, Páll Kristinn Pálsson og Vera Knútsdóttir. […]
Fálkaorða

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2019. Þórunn Jarla hlaut riddarakross fyrir framlag til sagnfræða og íslenskra bókmennta.
Haraldur Jónsson borgarlistamaður Reykjavíkur 2019

Haraldur Jónsson, myndlistarmaður og rithöfundur, var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkurborgar 2019 við hátíðlega athöfn í Höfða þann 17. Júní sl. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Pawel Bartoszek, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sagði Harald vel að titlinum kominn. „. Hann hefur […]
Atli Magnússon þýðandi látinn

Atli Magnússon, þýðandi, rithöfundur og blaðamaður, er látinn, 74 ára að aldri. Atli fæddist 26. júlí 1944, hann lést á heimili sínu aðfaranótt 14. júní. Atli starfaði lengst af sem blaðamaður. Meðfram blaðamennsku lagði hann stund á ritstörf og eftir hann liggja bæði ævisögur sem og fjöldi úrvalsþýðinga. Atli ritstýrði Sjómannadagsblaðinu um nokkurra ára skeið […]
Nýræktarstyrkir 2019

Fimmtudaginn 6. júní, veitti Miðstöð íslenskra bókmennta tveimur nýjum höfundum Nýræktarstyrki fyrir verk þeirra, en hvor styrkur nemur 500.000 kr. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins. Nýræktarstyrkir eru veittir árlega vegna skáldverka höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, og til að hvetja […]
Hátíðarræða til ljóðsins

Eva Rún Snorradóttir hlaut Maístjörnuna 2018 fyrir ljóðabók sína Fræ sem frjóvga myrkrið þann 20. maí sl. Verðlaunahafinn flutti þakkarræðu til ljóðsins við hátíðlega athöfn í Landsbókasafni-Háskólabókasafni: Hátíðarræða til ljóðsins Hjartans þakkir til þín ljóð. Takk fyrir fyrir að hlaupast undan skilgreiningum. Vera í fullkomnu látleysi þínu ofar þeim hafið, stærra en öll mörk, rammar, […]
Eva Rún Snorradóttir hlýtur Maístjörnuna

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaun fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2018. Verðlaunin, sem bera heitið Maístjarnan, voru afhent í þriðja sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 20. maí. Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2018 hlýtur Eva Rún Snorradóttir fyrir ljóðabók sína Fræ sem frjóvga myrkrið. Í umsögn dómnefndar um […]
Tilnefningar til Iceland Noir-verðlaunanna 2019

Tilnefningar til Iceland Noir-verðlaunanna 2019 liggja fyrir, en verðlaunin eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Að verðlaununum stendur Iceland Noir glæpasagnahátíðin. Í ár eru tilnefnd þessi verk: Hinn grunaði herra X (Yogisha X no kenshin) e. Keigo Higashino, Ásta S. Guðbjartsdóttir þýddi Óboðinn gestur […]