Search
Close this search box.

Fálkaorða

Þór­unn Jarla Valdi­mars­dótt­ir sagn­fræðing­ur og rit­höf­und­ur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2019. Þórunn Jarla hlaut ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til sagn­fræða og ís­lenskra bók­mennta.

Haraldur Jónsson borgarlistamaður Reykjavíkur 2019

Haraldur Jónsson, myndlistarmaður og rithöfundur, var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkurborgar 2019 við hátíðlega athöfn í Höfða þann 17. Júní sl. Útnefningin  er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Pawel Bartoszek, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sagði Harald vel að titlinum kominn. „. Hann hefur […]

Atli Magnússon þýðandi látinn

Atli Magnús­son, þýðandi, rit­höf­und­ur og blaðamaður, er lát­inn, 74 ára að aldri. Atli fædd­ist 26. júlí 1944, hann lést á heim­ili sínu aðfaranótt 14. júní. Atli starfaði lengst af sem blaðamaður. Meðfram blaðamennsku lagði hann stund á ritstörf og eft­ir hann liggja bæði ævisögur sem og fjöldi úrvalsþýðinga. Atli rit­stýrði Sjó­manna­dagsblaðinu um nokkurra ára skeið […]

Nýræktarstyrkir 2019

Fimmtudaginn 6. júní, veitti Miðstöð íslenskra bókmennta tveimur nýjum höfundum Nýræktarstyrki fyrir verk þeirra, en hvor styrkur nemur 500.000 kr. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins. Nýræktarstyrkir eru veittir árlega vegna skáldverka höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, og til að hvetja […]

Hátíðarræða til ljóðsins

Eva Rún Snorradóttir hlaut Maístjörnuna 2018 fyrir ljóðabók sína Fræ sem frjóvga myrkrið þann 20. maí sl. Verðlaunahafinn flutti þakkarræðu til ljóðsins við hátíðlega athöfn í Landsbókasafni-Háskólabókasafni: Hátíðarræða til ljóðsins Hjartans þakkir til þín ljóð. Takk fyrir fyrir að hlaupast undan skilgreiningum. Vera í fullkomnu látleysi þínu ofar þeim hafið, stærra en öll mörk, rammar, […]

Eva Rún Snorradóttir hlýtur Maístjörnuna

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaun fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2018. Verðlaunin, sem bera heitið Maístjarnan, voru afhent í þriðja sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 20. maí. Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2018 hlýtur Eva Rún Snorradóttir fyrir ljóðabók sína Fræ sem frjóvga myrkrið. Í umsögn dómnefndar um […]

Tilnefningar til Iceland Noir-verðlaunanna 2019

Tilnefningar til Iceland Noir-verðlaunanna 2019 liggja fyrir, en verðlaunin eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Að verðlaununum stendur Iceland Noir glæpasagnahátíðin. Í ár eru tilnefnd þessi verk: Hinn grunaði herra X (Yogisha X no kenshin) e. Keigo Higashino, Ásta S. Guðbjartsdóttir þýddi Óboðinn gestur […]

Ingibjörg Þorbergs látin

Ingi­björg Krist­ín Þor­bergs, tón­skáld, rithöfundur, söng­kona og fyrr­ver­andi dag­skrár­stjóri Rík­is­út­varps­ins, er lát­in 91 árs að aldri. Ingi­björg stundaði meðal ann­ars nám við Tón­list­ar­skóla Reykja­vík­ur og Kenn­ara­skóla Íslands og dvaldi enn frem­ur við nám í Dan­te Alig­hieri-skól­an­um í Róm. Hún hóf störf hjá Rík­is­út­varp­inu 1946 og starfaði þar við ýmis störf til 1985. Hún starfaði einnig […]

Skýrsla formanns á aðalfundi 2. maí 2019

Ágætu félagar. Áður en ég hef mál mitt legg ég til að við minnumst þeirra félaga okkar sem hafa látist frá síðasta aðalfundi, en þeir eru: Kristín R. Thorlacius, Kristján Árnason, Guðjón Sveinsson, Jón R. Hjálmarsson, Erlingur Sigurðsson og Valgarður Egilsson. Ég vil biðja fundarmenn um að rísa úr sætum og minnast þeirra sem fallið […]

Birgir gerður að heiðursfélaga

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands var haldinn 2. maí 2019. Á fundinum var Birgir Sigurðsson leikskáld kjörinn heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands. Margrét Tryggvadóttir var endurkjörin meðstjórnandi og Sindri Freysson var kosinn í annað sæti meðstjórnanda. Auður Jónsdóttir var kjörin varamaður. Auk ofantalinna sitja í stjórninni Karl Ágúst Úlfsson formaður, Vilborg Davíðsdóttir varaformaður, Jón Gnarr meðstjórnandi og Bjarni Bjarnason […]