Fálkaorða
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2019. Þórunn Jarla hlaut riddarakross fyrir framlag til sagnfræða og íslenskra bókmennta.
Haraldur Jónsson borgarlistamaður Reykjavíkur 2019
Haraldur Jónsson, myndlistarmaður og rithöfundur, var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkurborgar 2019 við hátíðlega athöfn í Höfða þann 17. Júní sl. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Pawel Bartoszek, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sagði Harald vel að titlinum kominn. „. Hann hefur […]
Atli Magnússon þýðandi látinn
Atli Magnússon, þýðandi, rithöfundur og blaðamaður, er látinn, 74 ára að aldri. Atli fæddist 26. júlí 1944, hann lést á heimili sínu aðfaranótt 14. júní. Atli starfaði lengst af sem blaðamaður. Meðfram blaðamennsku lagði hann stund á ritstörf og eftir hann liggja bæði ævisögur sem og fjöldi úrvalsþýðinga. Atli ritstýrði Sjómannadagsblaðinu um nokkurra ára skeið […]
Nýræktarstyrkir 2019
Fimmtudaginn 6. júní, veitti Miðstöð íslenskra bókmennta tveimur nýjum höfundum Nýræktarstyrki fyrir verk þeirra, en hvor styrkur nemur 500.000 kr. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins. Nýræktarstyrkir eru veittir árlega vegna skáldverka höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, og til að hvetja […]
Hátíðarræða til ljóðsins
Eva Rún Snorradóttir hlaut Maístjörnuna 2018 fyrir ljóðabók sína Fræ sem frjóvga myrkrið þann 20. maí sl. Verðlaunahafinn flutti þakkarræðu til ljóðsins við hátíðlega athöfn í Landsbókasafni-Háskólabókasafni: Hátíðarræða til ljóðsins Hjartans þakkir til þín ljóð. Takk fyrir fyrir að hlaupast undan skilgreiningum. Vera í fullkomnu látleysi þínu ofar þeim hafið, stærra en öll mörk, rammar, […]
Eva Rún Snorradóttir hlýtur Maístjörnuna
Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaun fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2018. Verðlaunin, sem bera heitið Maístjarnan, voru afhent í þriðja sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 20. maí. Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2018 hlýtur Eva Rún Snorradóttir fyrir ljóðabók sína Fræ sem frjóvga myrkrið. Í umsögn dómnefndar um […]
Tilnefningar til Iceland Noir-verðlaunanna 2019
Tilnefningar til Iceland Noir-verðlaunanna 2019 liggja fyrir, en verðlaunin eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Að verðlaununum stendur Iceland Noir glæpasagnahátíðin. Í ár eru tilnefnd þessi verk: Hinn grunaði herra X (Yogisha X no kenshin) e. Keigo Higashino, Ásta S. Guðbjartsdóttir þýddi Óboðinn gestur […]
Ingibjörg Þorbergs látin
Ingibjörg Kristín Þorbergs, tónskáld, rithöfundur, söngkona og fyrrverandi dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, er látin 91 árs að aldri. Ingibjörg stundaði meðal annars nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur og Kennaraskóla Íslands og dvaldi enn fremur við nám í Dante Alighieri-skólanum í Róm. Hún hóf störf hjá Ríkisútvarpinu 1946 og starfaði þar við ýmis störf til 1985. Hún starfaði einnig […]
Skýrsla formanns á aðalfundi 2. maí 2019
Ágætu félagar. Áður en ég hef mál mitt legg ég til að við minnumst þeirra félaga okkar sem hafa látist frá síðasta aðalfundi, en þeir eru: Kristín R. Thorlacius, Kristján Árnason, Guðjón Sveinsson, Jón R. Hjálmarsson, Erlingur Sigurðsson og Valgarður Egilsson. Ég vil biðja fundarmenn um að rísa úr sætum og minnast þeirra sem fallið […]
Birgir gerður að heiðursfélaga
Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands var haldinn 2. maí 2019. Á fundinum var Birgir Sigurðsson leikskáld kjörinn heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands. Margrét Tryggvadóttir var endurkjörin meðstjórnandi og Sindri Freysson var kosinn í annað sæti meðstjórnanda. Auður Jónsdóttir var kjörin varamaður. Auk ofantalinna sitja í stjórninni Karl Ágúst Úlfsson formaður, Vilborg Davíðsdóttir varaformaður, Jón Gnarr meðstjórnandi og Bjarni Bjarnason […]