Höfundakvöld – Bragi, Huldar og Guðrún Eva

Á Höfundakvöldi í Gunnarshúsi fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20:00 munu þrír höfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum; Bragi Ólafsson úr Stöðu pundsins, Guðrún Eva Mínervudóttir úr Aðferðir til að lifa af og Huldar Breiðfjörð úr Sólarhringl. Bækurnar verða á tilboðsverði og höfundar árita. Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir.
Höfundakvöld Gunnarshúsi – Árni, Ólína, Soffía Auður og Þorbergur

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Árni Snævarr, Soffía Auður Birgisdóttir og Þorbergur Þórsson munu lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum og árita bækur í Gunnarshúsi á miðvikudagskvöldið 6. nóvember kl 20. Verkin sem kynnt verða: Lífgrös og leyndir dómar. Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur. (Vaka-Helgafell/Forlagið). Madamma, kerling, fröken, frú. Konur í […]
Ljóðstafur Jóns úr Vör

Ferðastyrkir – opið fyrir umsóknir

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er t.o.m. 7. október 2019.
Innanfélagskrónika

Haustið hlaut að koma fyrr eða síðar og hér í Gunnarshúsi boðar það miklar annir eins og víðar. En það hefur líka fært með sér góðar fréttir, sem staðfesta að barátta okkar fyrir bættum kjörum ber árangur þó að oft miði hægt. Ég hef áður velt vöngum yfir nýlegum lögum um skattabreytingar á afnotagreiðslum hugverka. […]
Skáld í skólum 2019

Skáld í skólum – Bókmenntadagskrár til flutnings í grunnskólum og leikskólum Á hverju hausti býður Höfundamiðstöð RSÍ grunnskólum um land allt upp á bókmenntadagskrár undir nafninu Skáld í skólum þar sem höfundar heimsækja skólana til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi. Dagskrárnar í Skáld í skólum eru metnaðarfullar og fræðandi, höfundar koma í heimsókn […]
Ísnálin 2019

Sjöunda september, var Ísnálin 2019 afhent í Borgarbókasafninu, en hún er veitt fyrir bestu þýðingu á glæpasögu. Friðrik Rafnsson hlaut verðlaunin að þessu sinni, fyrir þýðingu sína „Þrír dagar og eitt líf“ eftir Pierre Lemaitre (Útgefandi: JPV útgáfa). Auk Bandalags þýðenda og túlka standa Hið íslenska glæpafélag og Þýðingasetur Háskóla Íslands að verðlaununum. Tilnefnd auk […]
Birgir Sigurðsson – minning

Birgir Sigurðsson rithöfundur er fallinn frá. En verk hans lifa og þær ómetanlegu gjafir sem hann gaf okkur þjóð sinni eru gersemar sem við fáum seint fullþakkað. Birgir stimplaði sig rækilega inn í íslenskt leikhús- og menningarlíf með leikriti sínu Pétri og Rúnu árið 1972, þá 35 ára að aldri, en áður hafði hann sent […]
Listamannalaun 2020 – umsóknarfrestur til 1. október

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2020 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur rennur út 1. október. Úthlutað verður úr eftirfarandi sjóðum: launasjóður hönnuða launasjóður myndlistarmanna launasjóður rithöfunda launasjóður sviðslistafólks launasjóður tónlistarflytjenda launasjóður tónskálda Allar umsóknir eru nú einstaklingsumsóknir. Í vinnuáætlun er hægt að tilgreina samstarf sérstaklega. Nota þarf […]
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að skáldverki fyrir börn eða unglinga, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaun að upphæð 1 milljón króna verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin og eru meðlimir hennar tilnefndir af menningar-, íþrótta- og tómstundaráði, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasambandi Íslands. […]