Search
Close this search box.

Ferðastyrkir – opið fyrir umsóknir

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið.  Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er t.o.m. 7. október 2019.

Innanfélagskrónika

Haustið hlaut að koma fyrr eða síðar og hér í Gunnarshúsi boðar það miklar annir eins og víðar. En það hefur líka fært með sér góðar fréttir, sem staðfesta að barátta okkar fyrir bættum kjörum ber árangur þó að oft miði hægt. Ég hef áður velt vöngum yfir nýlegum lögum um skattabreytingar á afnotagreiðslum hugverka.  […]

Skáld í skólum 2019

Skáld í skólum – Bókmenntadagskrár til flutnings í grunnskólum og leikskólum Á hverju hausti býður Höfundamiðstöð RSÍ grunnskólum um land allt upp á bókmenntadagskrár undir nafninu Skáld í skólum þar sem höfundar heimsækja skólana til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi. Dagskrárnar í Skáld í skólum eru metnaðarfullar og fræðandi, höfundar koma í heimsókn […]

Ísnálin 2019

Sjöunda september, var Ísnálin 2019 afhent í Borgarbókasafninu, en hún er veitt fyrir bestu þýðingu á glæpasögu. Friðrik Rafnsson hlaut verðlaunin að þessu sinni, fyrir þýðingu sína „Þrír dagar og eitt líf“ eftir Pierre Lemaitre (Útgefandi: JPV útgáfa). Auk Bandalags þýðenda og túlka standa Hið íslenska glæpafélag og Þýðingasetur Háskóla Íslands að verðlaununum. Tilnefnd auk […]

Birgir Sigurðsson – minning

Birgir Sigurðsson rithöfundur er fallinn frá. En verk hans lifa og þær ómetanlegu gjafir sem hann gaf okkur þjóð sinni eru gersemar sem við fáum seint fullþakkað. Birgir stimplaði sig rækilega inn í íslenskt leikhús- og menningarlíf með leikriti sínu Pétri og Rúnu árið 1972, þá 35 ára að aldri, en áður hafði hann sent […]

Listamannalaun 2020 – umsóknarfrestur til 1. október

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2020 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur rennur út 1. október. Úthlutað verður úr eftirfarandi sjóðum: launasjóður hönnuða launasjóður myndlistarmanna launasjóður rithöfunda launasjóður sviðslistafólks launasjóður tónlistarflytjenda launasjóður tónskálda Allar umsóknir eru nú einstaklingsumsóknir. Í vinnuáætlun er hægt að tilgreina samstarf sérstaklega. Nota þarf […]

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að skáldverki fyrir börn eða unglinga, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaun að upphæð 1 milljón króna verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin og eru meðlimir hennar tilnefndir af menningar-, íþrótta- og tómstundaráði, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasambandi Íslands. […]

Birgir Sigurðsson heiðursfélagi látinn

Birg­ir Sig­urðsson, rit­höf­und­ur og leik­skáld, lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 9. ág­úst sl., á 82. ald­ursári. Birg­ir fædd­ist í Reykja­vík 28. ág­úst 1937. Hann auk kenn­ara­prófi frá KÍ 1961, stundaði tón­list­ar­nám við Tón­list­ar­skól­ann í Reykja­vík í fimm ár og söngnám í Amster­dam 1967. Birg­ir var blaðamaður á Tím­an­um 1961-64 og var kenn­ari og skóla­stjóri í […]

Skrifstofa lokuð

Skrifstofa Rithöfundasambandsins verður lokuð vegna sumarleyfa 5. júlí til 13. ágúst. Skrifstofan verður opnuð aftur miðvikudaginn 14. ágúst. Gleðilegt sumar!

Lilja Sigurðardóttir fær Blóðdropann 2019

Lilja Sigurðardóttir hlaut Blóðdropann 2019 fyrir skáldsögu sína Svik, en verðlaunin eru veitt ár hvert fyrir bestu íslensku glæpasöguna, Þetta er annað árið í röð sem Lilja hlýtur verðlaunin, en í fyrra hlaut hún þau fyrir bókina Búrið, lokabók í þríleik. Dómnefnd verðlaunanna í ár skipuðu Kristján Atli Kristjánsson, Páll Kristinn Pálsson og Vera Knútsdóttir. […]