Search
Close this search box.

Listamannalaun 2020 – umsóknarfrestur til 1. október

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2020 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009.

Umsóknarfrestur rennur út 1. október.

Úthlutað verður úr eftirfarandi sjóðum:
launasjóður hönnuða
launasjóður myndlistarmanna
launasjóður rithöfunda
launasjóður sviðslistafólks
launasjóður tónlistarflytjenda
launasjóður tónskálda

Allar umsóknir eru nú einstaklingsumsóknir. Í vinnuáætlun er hægt að tilgreina samstarf sérstaklega.

Nota þarf rafræn skilríki við umsóknina. Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum.

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef loka- eða framvinduskýrslu vegna síðustu úthlutunar hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

Vakin er athygli á að atvinnuleikhópar sækja til leiklistarráðs (styrkir til atvinnuleikhópa); umsóknin getur einnig gilt til listamannalauna sé merkt við þar til gerðan reit í umsóknarformi.

Umsóknareyðublað og eyðublað fyrir framvinduskýrslu ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn og stefnu stjórnar, má finna á vefslóðinni http://www.listamannalaun.is.

Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Zoëga og Guðmundur Magnússon á skrifstofu Rannís, listamannalaun@rannis.is.

Stjórn listamannalauna, ágúst 2019

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email