Starfsstyrkir úr Höfundasjóði
Opið er fyrir umsóknir um starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Styrkirnir eru veittir til ritstarfa og áhersla er lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru langt komin. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Til úthlutunar eru 3.150.000 kr. Veittir verða allt að níu styrkir. Umsóknarfrestur er t.o.m. 26. maí 2021.
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2021
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt í Höfða í dag, miðvikudaginn 28. apríl, og er þetta annað árið í röð sem það er gert við nokkuð óvenjulegar aðstæður vegna Covid-19. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, afhenti höfundunum verðlaunin í Höfða. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt í þremur flokkum bóka fyrir börn og ungmenni, flokki frumsaminna bóka, flokki myndlýsinga og […]
Tilnefningar til Maístjörnunnar
Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns verða veitt í fimmta sinn í maí. Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2020 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Tilnefndar bækur eru: Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Útgefandi: Una útgáfuhús.Draumstol eftir Gyrði Elíasson. Útgefandi: Dimma. Þagnarbindindi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur. Útgefandi: […]
Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins (EUPL) 2021
55 rithöfundar frá 14 Evrópulöndum eru tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins (EUPL) 2021. EUPL-verðlaunin eru veitt árlega og þeim ætlað að kynna upprennandi rithöfunda víðs vegar um Evrópu. Á hverju ári er völdum löndum boðin þátttaka í verðlaununum, nú í ár eru þau 14 talsins, og hlýtur einn höfundur frá hverju landi um sig verðlaunin. Tilkynnt […]
Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021
14 norrænar myndabækur, unglingabækur og framtíðarsögur eru tilnefndar till barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Verkin sem tilnefnd eru í ár fjalla meðal annars um loftslagsvandann. En ekki bara hann. Þau koma einnig inn á stór mál á borð við sjálfsmynd, tilveru og vísindi og einnig gáskafullar fantasíur, uppfinningar og vísindaskáldskap. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin […]
Fimmtán bækur tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar
Fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2020 en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók. Ein bók í hverjum flokki hlýtur svo verðlaunin sem borgarstjóri mun afhenda síðasta vetrardag í Höfða. Eftirtaldar bækur eru tilnefndar til verðlaunanna. Frumsamdar […]
Yrsa Sigurðardóttir hlýtur Blóðdropann
Blóðdropinn 2021, verðlaun Hins íslenska glæpafélags fyrir bestu glæpasögu ársins 2020 voru veitt í fimmtánda sinn þann 13. mars sl. Blóðdropann hlaut að þessu sinni Yrsa Sigurðardóttir fyrir glæpasögu sína Bráðin. Umsögn dómnefndar Hins íslenska glæpafélags er svohljóðandi: Dómnefnd Blóðdropans las fjölbreyttar og spennandi glæpasögur ársins 2020 og er á einu máli að glæpasagan lifi […]
Hallgrímur Helgason og Sjón sæmdir franskri heiðursorðu lista og bókmennta
Heiðursorðan (L’Ordre des Arts et des Lettre – officier) er æðsta viðurkenning sem veitt er af hálfu hins opinbera í Frakklandi á sviði menningar og lista. Orðan er veitt til þess að heiðra þá sem skara fram úr í list- eða bókmenntasköpun jafnt í Frakklandi sem annars staðar. Sjón hlaut orðuna laugardaginn 27. febrúar og […]
FJÖRUVERÐLAUNIN 2021
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn þann 8. mars 2021, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Verðlaunin hlutu: Í flokki fagurbókmennta:Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur (Benedikt bókaútgáfa) Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur […]
Guðrún Eva og Andri Snær tilnefnd fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021
Bækurnar Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason eru tilnefndar fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. 14 norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember. „Það […]