Sigrún Pálsdóttir hlýtur EUPL-verðlaunin 2021

Tilkynnt var um þá 13 verðlaunahafa sem hljóta Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2021 við rafræna athöfn í dag. Sigrún Pálsdóttir hlýtur verðlaunin fyrir bók sína Delluferðin (2019), útgefandi JPV. Í rökstuðningi dómnefndar segir: Delluferðin er skrifuð af listfengi höfundar sem hefur náð gríðarlegu valdi á bæði formi og stíl. Hér er sögð saga stúlkunnar Sigurlínu Brandsdóttur sem […]

Starfsstyrkir úr Höfundasjóði

Opið er fyrir umsóknir um starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Styrkirnir eru veittir til ritstarfa og áhersla er lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru langt komin. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Til úthlutunar eru 3.150.000 kr. Veittir verða allt að níu styrkir.  Umsóknarfrestur er t.o.m. 26. maí 2021.

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2021

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt í Höfða í dag, miðvikudaginn 28. apríl, og er þetta annað árið í röð sem það er gert við nokkuð óvenjulegar aðstæður vegna Covid-19. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, afhenti höfundunum verðlaunin í Höfða. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt í þremur flokkum bóka fyrir börn og ungmenni, flokki frumsaminna bóka, flokki myndlýsinga og […]

Tilnefningar til Maístjörnunnar

Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns verða veitt í fimmta sinn í maí. Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2020 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Tilnefndar bækur eru: Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Útgefandi: Una útgáfuhús.Draumstol eftir Gyrði Elíasson. Útgefandi: Dimma. Þagnarbindindi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur. Útgefandi: […]

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins (EUPL) 2021

55 rithöfundar frá 14 Evrópulöndum eru tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins (EUPL) 2021. EUPL-verðlaunin eru veitt árlega og þeim ætlað að kynna upprennandi rithöfunda víðs vegar um Evrópu. Á hverju ári er völdum löndum boðin þátttaka í verðlaununum, nú í ár eru þau 14 talsins, og hlýtur einn höfundur frá hverju landi um sig verðlaunin. Tilkynnt […]

Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021

14 norrænar myndabækur, unglingabækur og framtíðarsögur eru tilnefndar till barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Verkin sem tilnefnd eru í ár fjalla meðal annars um loftslagsvandann. En ekki bara hann. Þau koma einnig inn á stór mál á borð við sjálfsmynd, tilveru og vísindi og einnig gáskafullar fantasíur, uppfinningar og vísindaskáldskap. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin […]

Fimmtán bækur tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2020 en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók. Ein bók í hverjum flokki hlýtur svo verðlaunin sem borgarstjóri mun afhenda síðasta vetrardag í Höfða. Eftirtaldar bækur eru tilnefndar til verðlaunanna. Frumsamdar […]

Yrsa Sigurðardóttir hlýtur Blóðdropann

Blóðdropinn 2021, verðlaun Hins íslenska glæpafélags fyrir bestu glæpasögu ársins 2020 voru veitt í fimmtánda sinn þann 13. mars sl. Blóðdropann hlaut að þessu sinni Yrsa Sigurðardóttir fyrir glæpasögu sína Bráðin.  Umsögn dómnefndar Hins íslenska glæpafélags er svohljóðandi: Dómnefnd Blóðdropans las fjölbreyttar og spennandi glæpasögur ársins 2020 og er á einu máli að glæpasagan lifi […]

Hallgrímur Helgason og Sjón sæmdir franskri heiðursorðu lista og bókmennta

Heiðursorðan (L’Ordre des Arts et des Lettre –  officier) er æðsta viðurkenning sem veitt er af hálfu hins opinbera í Frakklandi á sviði menningar og lista.  Orðan er veitt til þess að heiðra þá  sem skara fram úr í list- eða bókmenntasköpun jafnt í Frakklandi sem annars staðar. Sjón hlaut orðuna laugardaginn 27. febrúar og […]

FJÖRUVERÐLAUNIN 2021

Fjöruverðlaunin,  bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn þann 8. mars 2021, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Verðlaunin hlutu: Í flokki fagurbókmennta:Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur (Benedikt bókaútgáfa) Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur […]