Search
Close this search box.

Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021

14 norrænar myndabækur, unglingabækur og framtíðarsögur eru tilnefndar till barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Verkin sem tilnefnd eru í ár fjalla meðal annars um loftslagsvandann. En ekki bara hann. Þau koma einnig inn á stór mál á borð við sjálfsmynd, tilveru og vísindi og einnig gáskafullar fantasíur, uppfinningar og vísindaskáldskap. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin í Kaupmannahöfn í nóvember.

Bækurnar sem tilnefndar eru í ár koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum. Yfirleitt er tilkynnt um tilnefningarnar á alþjóðlegu barna- og unglingabókasýningunni í Bologna á Ítalíu en hætt var við hana í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Íslensku verkin sem tilnefnd eru í ár eru:

Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Mál og menning, 2020. Lesa meira.

Grísafjörður: Ævintýri um vináttu og fjör eftir Lóu H. Hjálmtýsdóttur. Salka gefur út, 2020. Lesa meira.

Rithöfundasamband Íslands óskar tilnefndum höfundum innilega til hamingju með tilnefningarnar!

Hér má lesa meira um verkin sem tilnefnd eru til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna í ár.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email