Search
Close this search box.

ÁRÍÐANDI ERINDI TIL SKÓLASTJÓRNENDA

Eftirfarandi bréf var í dag sent skólastjórnendum í grunnskólum:

Af gefnu tilefni vill Rithöfundasamband Íslands minna skólastjórnendur á mikilvægi þess að greiða rithöfundum laun fyrir vinnu sína rétt eins og öllum öðrum sem skólar fá til þjónustu við nemendur og starfsfólk, og vill sambandið benda á gjaldskrá Höfundamiðsstöðvar RSÍ, en þar er að finna afar sanngjörn lágmarksviðmið:

https://rsi.is/hofundamidstod/taxti-hofundamidstodvar/

Annasamasti tími rithöfunda fer í hönd þegar jólabókum er kastað út í flóðið og höfundar fylgja sögum sínum eftir. Skólar og stofnanir sem óska eftir upplestrum og skemmtidagskrá í kringum nýútkomnar bækur eiga eðlilega að greiða fyrir slíkar heimsóknir. Hér er ekki um auglýsingastarf höfunda að ræða heldur listviðburði sem sjálfsagt er að greiða fyrir.

Um leið vill Rithöfundasamband Íslands hvetja skólastofnanir til að fá höfunda í heimsókn og gera það að föstum lið í skólastarfi svo efla megi læsi, tungumál, sagnalist og skapandi hugsun.

Með vinsemd og von um samvinnu,

Fh. stjórnar RSÍ:

Kristín Helga Gunnarsdóttir
Formaður Rithöfundasambands Íslands

 

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email